Íţróttamađur Húsavíkur 2013

Kiwanisklúbburinn Skjálfandi heiđrađi húsvískt íţróttafólk og lýst var kjöri á íţróttamanni Húsavíkur í íţróttahöllinni í gćr

Íţróttamađur Húsavíkur 2013
Íţróttir - Hafţór Hreiđarsson - Lestrar 765

Hulda Ósk tekur viđ verđlaunum sínum.
Hulda Ósk tekur viđ verđlaunum sínum.

Kiwanisklúbburinn Skjálfandi heiđrađi húsvískt íţróttafólk og lýst var kjöri á íţróttamanni Húsavíkur í íţróttahöllinni í gćr.

Eftirfarandi kom fram hjá Agli Olgeirssyni, fulltrúa Kiwanisklúbbsins Skjálfanda, ţegar hann ávarpađi íţróttafólkiđ og gesti í Íţróttahöllinni á sunnudaginn og lýsti kjöri íţróttamans Húsavíkur fyrir áriđ 2013.

“Ég vil fyrir hönd Kiwanisklúbbsins Skjálfanda bjóđa ykkur velkomin til ţessarar hátíđar međ okkur í dag, ţar sem viđ veitum húsvísku íţróttafólki sem skarađ hefur fram úr á liđnu ári viđurkenningar fyrir framlag sitt.

Ţetta er nú í 18. sinn sem viđ Kiwanismenn heiđrum afreksfólk í íţróttum og veitum ţeim viđurkenningar međ ţessum hćtti. Ţađ er nefnd innan Skjálfanda sem vinnur ađ ţessu í samrćmi viđ reglugerđ um “Íţróttamann Húsavíkur”.  Regla og hefđ er um hvernig stig eru gefin og er ţar tekiđ miđ af ástundun-framförum-árangri í keppni innan félags, -á hérađsvettvangi,-landsmótum -val í landsliđ og ţáttöku í keppni fyrir Íslands hönd á mótum erlendis.

Ađ ţessu sinni sendum viđ erindi til forsvarsmanna 15 íţróttagreina og óskuđum eftir tilnefningum í 30 flokka. Svör bárust frá öllum, en 4 deildir, ţar á međal Blakdeild og ţrjár ungar deildir Siglinga- Motorcross  og Skíđagöngudeild  ÍFV ákváđu ađ tilnefna ekki ađ ţessu sinni og rökstuddu ţađ í svari sínu, og sumar deildir/félög tilnefndu ađeins í öđrum aldurs flokknum.

Í dag munum viđ heiđra 16 íţróttamenn fyrir afrek sín og ástundun í 12 íţrótta-greinum, auk ţess verđur afhendur eins og áđur “Hvatningabikar ÍF” og ađ lokum tilkynnt um val á sćmdarheitinu “Íţróttamađur Húsavíkur 2013” úr hópi ţessara 18 íţróttamanna.

Held ađ óhćtt sé ađ segja ađ ţetta hefur veriđ allgott íţróttaár, áriđ 2013 á Húsavík. Á árinu unnust ţó nokkrir sigrar, en eins og gengur hafa einhverjir orđiđ fyrir vonbrigđum og markmiđ ekki náđst. Ađstađa til íţróttaiđkana hefur veriđ bćtt, reynsla af nýja “gervigrasvellinum” er góđ og  hann er nýttur mikiđ af öllum aldurshópum. Sama má segja um nýju reiđhöllina.  Vonandi verđur áfram af metnađi unniđ ađ uppbyggingu íţróttamannvirkja, og e.t.v. stutt í ađ viđ sjáum ný  skíđamannvirki og nýja sundlaug ? Húsvísk íţróttaćska hefur á liđnu ári fariđ víđa viđ góđan orđstír og boriđ uppeldis stađ sínum Húsavík gott vitni um gott og öflugt mannlíf". Sagđi Egill og ţá var komiđ ađ ţví ađ veita okkar frábćru íţróttafólki viđurkenningar fyrir góđan og verđskuldađan árangur á liđnu ári, og lýsa kjöri á íţróttamanni Húsavíkur 2012.

Íţróttamađur Húsavíkur 2013 var valin Hulda Ósk Jónsdóttir knattspyrnumađur úr Völsungi. Í öđru sćti var Ásgeir Sigurgeirsson knattspyrnumađur úr Völsungi og í ţriđja sćti Jóna Rún Skarphéđinsdóttir Bocciamađur úr Völsungi.

Hulda Ósk Jónsdóttir

Hulda Ósk Jónsdóttir Íţróttamađur Húsavíkur 2013.

Ţrjú efstu í kjöri Íţróttamanns Húsavíkur 2013.

Jóna Rún, Hulda Ósk og Stefán Jón sem tók viđ verđlaununum fyrir Ásgeir bróđur sinn.

                          

Í umsögn um Huldu Ósk segir m.a:

"Hulda Ósk er fćdd  1997 og  hefur ćft og spilađ međ yngri flokkum Völsungs og nú s.l. sumar međ  meistaraflokki kvenna  í  bikarkeppni og  1. deild.  

Ţrátt fyrir ungan aldur var Hulda Ósk mjög atkvćđamikil á árinu 2013, hún spilađi 4 leiki međ 3.flokk og skorađi í ţeim 8 mörk. Hún lék stórt hlutverk í meistara-flokknum og lék alls 12 leiki í deild og bikar og skorađi í ţeim 7 mörk.

Hún hefur lagt hart ađ sér til ađ ná settu marki, hefur tekiđ miklum framförum á liđnu ári og var valin bćđi í U16 og U17 ára landsliđ Íslands. Hulda Ósk lék stórt hlutverk í báđum ţessum  landsliđum Íslands.

Hún byrjađi áriđ á ţví ađ spila 3 leiki međ U16 ára landsliđinu og hélt svo uppteknum hćtti og var valin í  U17 ára landsliđiđ, ţar sem hún spilađi 10 leiki í undankeppni EM og á Norđurlandamótinu, og skorađi í ţeim 4 mörk.  Flott ár hjá mjög efnilegri stúlku.

Ţađ er ţví ljóst ađ framtíđin er björt hjá ţessari unga mögnuđu knattspyrnukonu, hún er vel ađ ţessari viđurkenningu kominn, knattspyrnumađur  ársins 16 ára og yngri. og er verđugur fulltrúi húsvískra ćsku sem knattspyrnumađur ársins 2013".

Ásgeir Sigurgeirssom

Í umsögn um Ásgeir segir m.a.:

Ásgeir er fćddur 1996 og  hefur ćft og spilađ međ öllum yngri flokkum Völsungs og nú s.l. sumar lék hann stórt hlutverk međ  meistaraflokki í  2. deild.

Hann spilađi 27 leiki í öllum keppnum sem Völsungur tók ţátt í og skorađi í ţeim 6 mörk. Líkt og áriđ 2012 lék Ásgeir stórt hlutverk í meistaraflokki Völsungs áriđ 2013 og átti gott knattspyrnuár.

Ásgeir er gríđarlega fljótur og árćđinn leikmađur sem skilur íţróttina mjög vel. Hann lagđi hart ađ sér og eftir ađ hafa tekiđ miklum framförum var hann valin í U19 ára landsliđ Íslands,og spilađi ţar stórt hlutverk m.a. á Svíţjóđarmótinu ţar sem hann spilađi 3 landsleiki og skorađi í ţeim 3 mörk.,

Ţađ er ţví ljóst ađ framtíđin er björt hjá ţessum unga magnađa knattspyrnumanni. Og hann er vel ađ ţessari viđurkenningu kominn, knattspyrnumađur  ársins 17 ára og eldri.

Viđ óskum honum áfram alls hins besta, en nýjustu fréttir af honum nú á upphafi árs,  hann er ađ hefja  sinn feril í atvinnumennsku hjá norska liđinu Stabćk".

Í umsögn um Jónu Rún segir m.a:

"Jóna Rún  er íţróttamađur sem lagt hefur mikla rćkt og dugnađ í íţrótt sína, og međ elju og árangri hefur hún nú stimplađ sig inn í hóp međal bestu Bocciamanna landsins.

Jóna Rún  hefur  á liđnum árum keppt á öllum Íslandsmótum og öđrum stórmótum fyrir Völsung, bćđi í einstaklings og liđakeppni.

Áriđ 2013 hjá Jónu hefur veriđ viđburđarríkt. Íslandsmeistaratitli var landađ ásamt liđsfélögum sínum, Linda og Lenu Kristínu í apríl sl. í annarri deild og munu ţau ţví keppa í fyrstu deild í ár, en hún er einnig í 1. deild í einstaklingskeppni.

Á flestum stórmótum ársins hefur hún náđ góđum úrslitum, og áđur hefur hún unniđ Opna Húsavíkurmótiđ.

.Á liđnu ári  var Jóna valin í sex manna úrtak á landsvísu og ţrír af ţessum sex verđa svo valdir til ađ keppa fyrir Íslandshönd á Norđurlandaleikum sem fara fram í Svíţjóđ í maí nk. og sinnir hún ćfingum af miklum móđ ţessa dagana, bćđi hér heima og keyrir sig međal annars reglulega inn á Akureyri á ćfingar međ hópnum. Sannur íţróttamađur ţarna á ferđ og glćsilegt boccia ár ađ baki hjá Jónu Rún og er hún  ţví vel ađ titlinum kominn og fötluđu íţróttafólki mikil hvatning og félagi sínu Völsungi til mikils sóma".

Ţá afhenti formađur Bocciadeildar Völsungs, Bragi Sigurđsson, hvatningarbikar Í.F. fyrir áriđ 2013 en hann hlaut Rut Guđnýjardóttir.

Rut Guđnýjardóttir

Bikarinn er veittur árlega ţeim einstaklingi sem ađ mati stjórnar Bocciadeildar og ţjálfara sýnir bestu ástundun og mestu framfarir.  Bikarinn er farandbikar gefinn af Íţróttasambandi Fatlađra og geymir handhafi bikarsins hann milli útnefninga.

Í umsögn um Rut sagđi ma:

"Rut  kom til liđs viđ Bocciadeildina fyrir fáum árum og hefur tekiđ virkan ţátt starfinu bćđi á ćfingum og utan vallar. Og er nú ađ koma í hóp öflugra liđsmanna innan deildarinnar.

Hún hefur ţegar sýnt miklar framfarir í íţrótt sinni, enda stundađ ćfingar af miklum áhuga og prúđmennsku.

Rut hefur ţegar tekiđ ţátt í flestum mótum sem í bođi hafa veriđ hjá félaginu s.s. Húsavíkurmótum,  Norđurlandsmótum, Hćngsmótum á Akureyri , og Íslandsmótum. Hún hefur einnig veriđ viljug til annarra verka sem ţurft hefur ađ vinna og  veriđ virkur félagi í starfi Bocciadeildarinnar.

Áriđ 2013 var gott  Bocciaár  hjá Rut,  og ćtti ţví  viđurkenningin ađ hljóta Hvatningabikar ÍF til varđveislu nćsta ár, ađ vera henni mikil uppörfun og hvatning til ađ gera enn betur.

Rut er  vel ađ ţessari viđurkenningu kominn og er góđur handhafi “Hvatningabikars ÍF “.

Eftirtaldir hlutu tilnefningu í kjöri á Íţróttamanni Húsavíkur 2013 sem og viđurkenningar í hverjum flokki og íţróttagrein:

Handknattleikur 16 ára og yngri Ásgeir Kristjánsson. Handknattleikur 17 ára og eldri Heimir Pálsson. Ţeir félagar voru í keppnisferđalagi sunnan heiđa og ţví vant viđlátnir en Hörđur Jónasson tók ţessa mynd af liđi Völsungs fyrir leik í gćr.

IFV

Heimir Pálsson er lengst tv. í neđri röđ og Ásgeir Kristjánsson fyrir miđju í sömu röđ.

Hulda Ósk

Knattspyrna 16  ára og yngri Hulda Ósk Jónsdóttir.

Stefán Jón

Knattspyrna 17  ára og eldri Ásgeir Sigurgeirsson. Stefán Jón tók viđ verđlaunum bróđur síns.

Fannar Reykjalín

Skíđi 16  ára og yngri Fannar Reykjalín Ţorláksson.

Brynjar Arnarson

Frjálsíţróttir 16 ára og yngri Brynjar Örn Arnarson.

Jón Friđrik

Frjálsíţróttir 17 ára og eldri Jón Friđrik Einarsson.

Siff Heiđarsdóttir

Sund 16 ára og yngri Sif Heiđarsdóttir.

Katla Dröfn

Fimleikar 16 ára og yngri Katla Dröfn Sigurđardóttir.

Einar Annel

Boccia 16 ára og yngri Einar Annel Jónasson.

Jóna Rún

Boccia 17 ára og eldri Jóna Rún Sarphéđinsdóttir. 

Agnar Dađi

Golf 16 ára og yngri Agnar Dađi Kristjánsson.

Jóhanna Guđjónsdóttir

Golf 17 ára og eldri Jóhanna Guđjónsdóttir.

Thelma Dögg

Hestaíţróttir 16 ára og yngri Thelma Dögg Tómasdóttir.

Einar Víđir

Hestaíţróttir 17 ára og eldri Einar Víđir Einarsson.

Guđmundur Halldórsson

Skotíţróttir 17 ára og eldri Kristján Arnarsson. Guđmundur Halldórsson tók viđ verđlaunum félaga síns í skotíţróttinni.

Međfylgjandi myndir tók Gunnar Jóhannesson og međ ţví ađ smella á ţćr má skođa ţćr í stćrri upplausn.

 

  


  • Steinsteypir

640.is | Ábyrgđarmađur Hafţór Hreiđarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744