18. maí
			Ingi Þór hættir eftir 44 ár - Daði tekur viðAlmennt -  - Lestrar 608
			
		Ingi Þór Yngvason lætur af störfum um næstu mánaðarmót sem grenjaskytta Skútustaðahrepps eftir 44 ára starf.
Frá þessu greinir á heimasíðu sveitarfélagsins þaðan sem meðfylgjandi mynd er fengin.
Sveitarstjórn Skútustaðahrepps samþykkti á síðasta fundi sínum að skipa Daða Lange Friðriksson sem grenjaskyttu í stað Inga.
Þeir félagar hittust á fundi með sveitarstjóra í morgun þar sem var verið að skipuleggja yfirfærsluna og framhaldið og var myndin tekin af því tilefni.
Sveitarstjórn bókaði á fundi sínum þakklæti til Inga Þórs fyrir ómetanlegt og fórnfúst starf sem hann hefur unnið við meindýra- og vargeyðingu í sveitarfélaginu um áratugaskeið.

 































 
									 


 
 

 
 






























 640.is á Facebook
 640.is á Facebook