Ingi Þór hættir eftir 44 ár - Daði tekur við

Ingi Þór Yngvason lætur af störfum um næstu mánaðarmót sem grenjaskytta Skútustaðahrepps eftir 44 ára starf.

Ingi Þór hættir eftir 44 ár - Daði tekur við
Almennt - Hafþór Hreiðarsson - Lestrar 265

Daði Lange og Ingi Þór. Lj. ÞG.
Daði Lange og Ingi Þór. Lj. ÞG.

Ingi Þór Yngvason lætur af störfum um næstu mánaðarmót sem grenjaskytta Skútustaðahrepps eftir 44 ára starf.

Frá þessu greinir á heimasíðu sveitarfélagsins þaðan sem meðfylgjandi mynd er fengin.

Sveitarstjórn Skútustaðahrepps samþykkti á síðasta fundi sínum að skipa Daða Lange Friðriksson sem grenjaskyttu í stað Inga.

Þeir félagar hittust á fundi með sveitarstjóra í morgun þar sem var verið að skipuleggja yfirfærsluna og framhaldið og var myndin tekin af því tilefni.

Sveitarstjórn bókaði á fundi sínum þakklæti til Inga Þórs fyrir ómetanlegt og fórnfúst starf sem hann hefur unnið við meindýra- og vargeyðingu í sveitarfélaginu um áratugaskeið. 


  • Steinsteypir

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744