Íbúar af 42 þjóðernum í sveitarfélögunum á vöktunarsvæði Gaums

Síðustu daga hefur verið unnið að uppfærslu á gögnum um skiptingu íbúa eftir uppruna í sveitarfélögunum fjórum sem vöktun á vettvangi Gaums.

Húsavík í dag.
Húsavík í dag.

Síðustu daga hefur verið unnið að uppfærslu á gögnum um skiptingu íbúa eftir uppruna í sveitarfélög-unum fjórum sem vöktun á vett-vangi Gaums. 

Á því tímabili sem vöktunin nær til hefur orðið umtalsverð breyting á fjölda þjóðerna.

Árið 2011 bjuggu 190 íbúar í Norðurþingi, Skútustaðahreppi og Tjörneshreppi sem voru af öðrum uppruna en íslenskum. Alls komu þeir frá 18 þjóðlöndum. Pólverjar voru fjölmennastir eða 122 og Þjóðverjar næstir ekki nema 13 talsins. Fjöldi íbúa af öðrum þjóðernum en var lítill eða frá einum og upp í sex manns.

Tíu árum síðar hefur orðið umtalsverð breyting á íbúasamsetningu sveitarfélaganna þegar kemur að uppruna. Íbúar af öðru þjóðerni eru orðnir 740 talsins og koma frá 42 löndum auk eins sem er án ríkisfangs.

Líkt og 2011 eru flestir íbúarnir frá Póllandi, en Pólverjar á svæðinu nú 285 talsins. Íbúar frá Tékklandi eru 64, Litháar eru 47 og Þjóðverjar 45. Fleiri þjóðerni eru nokkuð fjölmenn á svæðinu en alls eru íbúar frá 14 þjóðlöndum fleiri en 10.

Íbúar af 12 þjóðernum eru einu íbúar frá sínu heimalandi á vöktunarsvæðinu, þar á meðal eru íbúar frá Finnlandi, Írlandi, Belgíu, Filipseyjum, Indlandi og Alsír. Þá er einn íbúi á svæðinu án ríkisfangs.

Árið 2011 komu íbúarnir frá þremur heimsálfum, Evrópu, Norður Ameríku og Asíu. Nú 10 árum síðar koma íbúar ef erlendum uppruna frá Evrópu, Norður- Ameríku, Asíu og Afríku. 


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744