Hugur ķ noršlenskri feršažjónustu

Meirihluti forsvarsmanna feršažjónustufyrirtękja į Noršurlandi telja aš fyrirtęki žeirra muni komast ķ gegnum žį erfišleika sem Covid-19 faraldurinn hefur

Hugur ķ noršlenskri feršažjónustu
Fréttatilkynning - Hafžór Hreišarsson - Lestrar 125

Meirihluti forsvarsmanna feršažjónustufyrirtękja į Noršurlandi telja aš fyrirtęki žeirra muni komast ķ gegnum žį erfišleika sem Covid-19 faraldurinn hefur orsakaš.

Žetta kemur fram ķ nżrri könnun sem Markašsstofa Noršurlands stóš fyrir ķ įgśst.

Könnunin er svipuš žeirri sem var gerš į vormįnušum, en tilgangurinn var aš sjį hvort eitthvaš hefši breyst hjį fyrirtękjunum sķšan žį. Heilt yfir eru nišurstöšurnar svipašar, en žó hefur oršiš sś breyting aš helmingi fleiri eru nś aš nżta hlutabótaleiš stjórnvalda. Engu aš sķšur er tęplega helmingur fyrirtęki ekki aš nżta śrręši stjórnvalda og meirihluti sagši įstęšan vera žį aš śrręši stjórnvalda henti žeim ekki.

Sem fyrr segir rķkir žó bjartsżni hjį meirihluta fyrirtękja, žvķ samtals sögšu 76% ašspuršra aš žaš vęri lķklegt eša mjög lķklegt aš fyrirtęki žeirra myndi lifa af žaš įstand sem hefur skapast vegna Covid-19. Žó hefur žeim fjölgaš sem segjast óvissir um hvort fyrirtękiš verši opiš nęstu 12 mįnuši, en žaš fór śr 8% ķ 18%.

„Nišurstöšurnar eru jįkvęšar eins og ķ vor og įnęgjulegt aš sjį bjartsżnina sem er rķkjandi. Žaš er žó umhugsunarefni sem žarf aš skoša nįnar hversu stór hluti getur ekki nżtt sér śrręši stjórnvalda og mį velta žvķ fyrir sér hvort žaš er smęš fyrirtękja, įrstķšarsveiflan eša ašrar įstęšur fyrir žvķ,“ segir Arnheišur Jóhannsdóttir, framkvęmdastjóri Markašsstofu Noršurlands ķ tilkynningu.

Smelltu hér til aš skoša samantekt į nišurstöšum könnunarinnar.


  • Steinsteypir

640.is | Įbyrgšarmašur Hafžór Hreišarsson | vefstjori@640.is | Sķmi: 895-6744