Hraðhleðslustöð í Mývatnssveit

Orkusjóður hefur úthlutað styrkjum að upphæð 227 milljónum króna til uppsetningar 43 nýrra hraðhleðslustöðva vítt og breitt um landið.

Hraðhleðslustöð í Mývatnssveit
Almennt - Hafþór Hreiðarsson - Lestrar 137

Úr Mývatnssveit.
Úr Mývatnssveit.

Orkusjóður hefur úthlutað styrkjum að upphæð 227 milljónum króna til uppsetningar 43 nýrra hraðhleðslustöðva vítt og breitt um landið.

Nýju stöðvarnar eru þrisvar sinnum aflmeiri en öflugustu stöðvarnar sem fyrir eru hérlendis og eiga að stuðla að hindrunarlausum ferðum rafbíla milli landshluta. Verkefnið er hluti af aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum og uppbyggingu innviða vegna orkuskipta í samgöngum.

Stöðvarnar tilheyra nýrri kynslóð hraðhleðslustöðva en um er að ræða 150kW hleðslustöðvar. Öflugustu stöðvarnar hafa hingað til verið 50kW og flestar eru 22kW. Gert er ráð fyrir a.m.k. helmings mótframlagi framkvæmdar- aðila og nemur heildarfjárfesting verkefnanna því 450 milljónum króna hið minnsta.

Ein 150kW hraðhleðslustöðvanna verður staðsett í Mývatnssveit en fram kemur í nýjasta pistli Þorsteins Gunnarssonar sveitarstjóra að ekki hafi verið tekin ákvörðun hvar nákvæmlega hún verður.


640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744