Guðrún Þóra valin í U17 ára úrtakshóp KSÍ

Hin unga og bráðefnilega Guðrún Þóra Geirsdóttir, sem nýverið skrifaði undir samning við Völsung, var valin til að æfa með undir 17 ára landsliði Íslands

Guðrún Þóra valin í U17 ára úrtakshóp KSÍ
Íþróttir - - Lestrar 192

Guðrún Þóra Geirsdóttir.
Guðrún Þóra Geirsdóttir.

Hin unga og bráðefnilega Guðrún Þóra Geirsdóttir, sem nýverið skrifaði undir samning við Völsung, var valin til að æfa með undir 17 ára landsliði Íslands í knattspyrnu dagana 25.-27. janúar n.k.

"Guðrún Þóra var í lykilhlutverki með meistaraflokksliði Völsungs síðasta sumar þrátt fyrir ungan aldur og ljóst að svo verður áfram á næsta tímabili.
 
Hún er fjölhæfur leikmaður sem getur spilað margar stöður á vellinum með góðum árangri" segir í tilkynningu frá Völsungi þar sem Guðrúnu Þóru er jafnframt óskað innilega til hamingju og velfarnaðar á æfingunum.
 
 

  • Steinsteypir

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744