Grunnskólabörn á Ţórshöfn gefa velferđarsjóđi 100.000 krónur

„Börnin voru mjög ánćgđ og fannst ţetta ćgilegt sport ađ halda á ávísuninni. Ţeim fannst hún svo stór,“ segir Hulda Kristín Baldursdóttir, íţróttakennari

Grunnskólabörn á Ţórshöfn gefa velferđarsjóđi 100.000 krónur
Almennt - Hafţór Hreiđarsson - Lestrar 134

„Börnin voru mjög ánćgđ og fannst ţetta ćgilegt sport ađ halda á ávísuninni. Ţeim fannst hún svo stór,“ segir Hulda Kristín Baldursdóttir, íţróttakennari viđ Grunnskólann á Ţórshöfn.

Nemendurnir og skólastjórnendur fengu loks um hádegisbil í gćr afhenta ávísun upp á verđlaunafé sem ţau báru úr býtum í Hreyfiviku UMFÍ og Egils Kristals sem fram fór í lok maí.

Í fréttatilkynningu segir ađ UMFÍ og Egils Kristall hafi efnt til sérstakrar brenniboltaáskorunar í Hreyfivikunni. Hún fól í sér ađ kennarar grunnskóla landsins voru hvattir til ađ bjóđa nemendum í brennibolta og auka frambođ á skemmtilegri hreyfingu. Á vegum Grunnskólans á Ţórshöfn voru skráđir 17 viđburđi í Hreyfiviku UMFÍ í maí og voru ţeir hvergi fleiri.

Skólinn fékk í verđlaun 100.000 króna ávísun frá Egils Kristal og UMFÍ. Vinningnum fylgdi ađ verđlaunin skyldi gefa góđgerđarfélagi ađ eigin vali. Nemendur Grunnskólans á Ţórshöfn í samráđi viđ kennara ákváđu ađ gefa verđlaunin Velferđarsjóđi Ţingeyinga.

Jónas Egilsson, formađur Hérađssambands Ţingeyinga (HSŢ) og sveitarstjóri Langanesbyggđar, afhenti verđlaunin og ávísunina fyrir hönd UMFÍ í dag. Viđstödd afhendinguna voru ţau Hulda og skólastjórinn Hilma Steinarsdóttir. Nemendur skólans fengu svo ađ sjálfsögđu ađ leika sér međ ávísunina.

Fleiri fá glađning

Tveir ađrir skóla voru dregnir út og áttu ţess kost ađ vinna 50.000 krónur til ađ gefa góđgerđarfélagi. Dregnir voru út Fellaskóli í Reykjavík og Grundaskóli á Akranesi voru dregnir sérstaklega út í brenniboltaáskoruninni. Hvor skóli hlýtur 50.000 króna ávísun Hreyfiviku UMFÍ og Kristals sem ţeir ánafna góđgerđarfélagi.

Ţađ sama gildir um skólana tvo og Grunnskóla Ţórshafnar en COVID-faraldurinn hefur hamlađ ţví ađ verđlaunin hafi veriđ afhent. Ţađ verđur gert á nćstu dögum.

Hvađ er Hreyfivika UMFÍ?

Hreyfivika UMFÍ er hluti af samevrópsku lýđheilsuherferđinni Now We Move. UMFÍ hefur tekiđ ţátt í verkefninu frá árinu 2012. Markmiđ verkefnisins er ađ ađ fjölga ţeim sem hreyfa sig reglulega, kynna fyrir fólki kosti ţess ađ taka virkan ţátt í hreyfingu á hverjum degi.

UMFÍ hvetur alla til ađ finna sína uppáhalds hreyfingu og stunda hana reglulega eđa ađ minnsta kosti í 30 mínútur daglega.

Hérađssamband Ţingeyinga (HSŢ) er eitt 28 sambandsađila UMFÍ og er Ungmennafélag Langnesinga á Ţórshöfn eitt ađildarfélaga HSŢ. Sambandsađilar UMFÍ skiptast í 21 íţróttahérađ og 7 ungmennafélög međ beina ađild. Alls eru um 450 félög innan UMFÍ međ rúmlega 270 ţúsund félagsmenn.

Ljósmynd - Ađsend

Jónas Egilsson, formađur Hérađssambands Ţingeyings (HSŢ) og sveitarstjóri Langanesbyggđar, afhenti ţeim Huldu Kristínu Baldursdóttur, íţróttakennara, og Hilmu Steinarsdóttur, skólastjóra á Ţórshöfn, verđlaunin. 

Á myndunum hér fyri neđan eru nemendur á yngsta stigi (1.-4.b) og svo hluti af 6. og 7.b. međ ávísunina. 

 Ljósmynd - Ađsend

Ljósmynd - Ađsend

Međ ţví ađ smella á myndirnar er hćgt ađ skođa ţćr í hćrri upplausn.

 

 


  • Steinsteypir

640.is | Ábyrgđarmađur Hafţór Hreiđarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744