Grásleppuvertíðin fer vel af stað

Það er óhætt að segja að grásleppuveiðarnar hafi kveikt líf við höfnina eftir að þær hófust í síðustu viku.

Grásleppuvertíðin fer vel af stað
Almennt - Hafþór Hreiðarsson - Lestrar 648

Siggi Gutta landar úr Voninni.
Siggi Gutta landar úr Voninni.

Það er óhætt að segja að grásleppuveiðarnar hafi kveikt líf við höfnina eftir að þær hófust í síðustu viku. Vefstjóri staldraði við á bryggjunni undir kvöld og á þeim tíma komu nokkrir bátar að landi. 

Sigurður Kristjánsson rær einn á báti sínum á Von ÞH 54 og aðspurður sagðist hann vera ánægður með aflabrögðin í byrjun vertíðar. Siggi var með um 1400 kg. af grásleppu í þessum róðri sem gefa af sér hátt í 400 kg. af sulli. Þennan afla fékk hann í 31 net en Vonin er með 50 net í sjó út með Tjörnesi.

Annars var á  grásleppukörlunum að heyra að þetta væri mun skarpari byrjun en undanfarnar vertíðir og menn bara bjartsýnir á hana. Hér koma nokkrar myndir og vonandi gefst tími til að vinna myndband sem tekið var í þessum fína vorfílingi sem var við höfnina í kvöld.

Ibbi

Íbbi í Vogum glaður í bragði með rauðmagann sem hann fékk hjá Sigga. Nýkominn frá Kanarí kallinn og sennilega ekki fengið rauðmaga þar.

Sd

Það var hamagangur hjá  köllunum á Sædísi við löndunina.

MAtti

Matti í Strandbergi hjálpaði til við löndunina úr Sædísi enda á kallinn þá tvo afastrákana um borð.

PHF

Pétur Helgi Friðriksson er háseti á Eika Matta. 


  • Steinsteypir

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744