Grásleppuvertíđin fer rólega af stađ

Grásleppuvertíđin fer rólega af stađ frá Húsavík ţetta áriđ en heimilt var ađ leggja netin 20 mars sl.

Grásleppuvertíđin fer rólega af stađ
Almennt - - Lestrar 464

Grásleppubáturinn Ósk kemur ađ landi í gćr.
Grásleppubáturinn Ósk kemur ađ landi í gćr.

Grásleppuvertíđin fer rólega af stađ frá Húsavík ţetta áriđ en heimilt var ađ leggja netin 20 mars sl.

Fyrstu tveir bátarnir lögđu um páskana og ađrir tveir í gćr en kallarnir á bryggjunni töldu 6-7 báta munu stunda ţessar veiđar frá Húsavík í ár.

Sigurđur Kristjánsson á Óskinni og feđgarnir Ingólfur Árnason og Sigmar Ingólfsson á Sigrúnu Hrönn eru búnir ađ vitja netanna og var ekki annađ ađ heyra á ţeim í gćr en ađ ţeir vćru sáttir viđ veiđina. 

Sigurđur sagđi hana enn sem komiđ er svipađa og í fyrra og feđgarnir sögđu veiđina góđa, enda međ fullan bát.

Veriđ er ađ útbúa Lágey til grásleppuveiđa og ađ sögn Hilmirs Agnarssonar skipsstjóra verđa netin lögđ viđ Melrakkasléttuna.

Kristján Ţór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnađarráđherra undirritađi í vikunni reglugerđ sem kveđur á um ađ fjöldi daga til grásleppuveiđa á yfirstandandi vertíđ verđi 32.

Á heimasíđu Landsambands smábátaeigenda segir ađ ákvörđunin komi LS á óvart ţar sem ljóst er ađ sá dagafjöldi mun ekki nćgja til ađ ná ţeim heildarafla sem Hafrannsóknastofnun hefur lagt til.

LS hefur reiknađ út ađ miđađ viđ gang veiđa í upphafi vertíđar, ţátttöku í ţeim og sömu ţróunar og var á síđustu vertíđ, verđi afli á 32 daga vertíđ innan viđ 2/3 af ţeim heildarafla sem Hafrannsóknastofnun ráđleggur.  Allt útlit er ţví fyrir ađ ákvörđun ráđherra leiđi til skerđingar á afla međ tilheyrandi tekjutapi fyrir grásleppusjómenn.   Auk ţessa eru markađir fyrir grásleppuhrogn og kavíar í hćttu ef varan verđur ekki fáanleg.
 
Fulltrúar LS munu funda međ ráđuneytinu um málefniđ nk. mánudag.  Ţar verđa kynnt sjónarmiđ og útreikningar sem liggja á bakviđ ósk grásleppunefndar um 40 daga.  Á fundinum mun LS óska eftir rökstuđningi fyrir ákvörđun ráđherra um 32 veiđidaga.

Ósk ŢH 54
Ósk ŢH 54 kemur ađ bryggju í vorsólinni.

Sigurđur Kristjánsson
Sigurđur Kristjánsson rćr einn á Óskinni.
Sigrún Hrönn
Sigrún Hrönn ŢH 36.
Landađ úr Sigrúnu Hrönn
Sigmar og Ingólfur landa slebbunni.
Ađalsteinn Steinţórsson og Jose Antonio
Ađalsteinn Steinţórsson og Jose Antonio á Aţenu lögđu netin í gćr.

Međ ţví ađ smella á myndirnar er hćgt ađ fletta ţeim og skođa í stćrri upplausn.

 

 


  • Herna

640.is | Ábyrgđarmađur Hafţór Hreiđarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744