Glæsileg ljósmyndasýning í Safnahúsinu

Fyrsta ljósmyndasýning hjá ljósmyndaklúbbnum Norðurljósum var opnuð í Safnahúsinu á Húsavík í dag en klúbburinn var stofnaður í janúar síðastliðnum.

Glæsileg ljósmyndasýning í Safnahúsinu
Almennt - - Lestrar 428

Áhugaljósmyndari og sýningargestur ræða málin.
Áhugaljósmyndari og sýningargestur ræða málin.

Fyrsta ljósmyndasýning hjá ljósmyndaklúbbnum Norðurljósum var opnuð í Safnahúsinu á Húsavík í dag en klúbburinn var stofnaður í janúar síðastliðnum.

Á sýningunni má sjá 51 mynd eftir 26 félaga úr klúbbnum. Í sýninganefnd klúbbsins eru þau Auður Jónasdóttir, Dagmar Kristjánsdóttir, Hafþór Hreiðarsson og Trausti Ólafsson og hafa þau haft veg og vanda að þessari skemmtilegu sýningu.

Um eftirvinnslu mynda sáu þeir Heiðar Kristjánsson, Pétur Jónasson og Trausti Ólafsson og ljóst að þeir eru fagmenn í sínu fagi. Norðurþing veitti klúbbnum myndarlegan fjárstyrk vegna þessa verkefnis.

Að sögn Hjálmars Boga Hafliðasonar formanns Norðurljósa er elsta myndin á sýningunni frá árinu 1968 og ljóst að þeir eru margir ljósmyndararnir sem eiga mikinn fjársjóð mynda og fjölda heimilda enda er saga og heimild á bakvið hverja ljósmynd.

“Ljósmyndun sameinar fjölda ólíkra einstaklinga og vildu klúbbfélagar koma því áleiðis að hann stendur öllum þeim sem hafa áhuga á ljósmyndum opinn. Sýningin stendur fram að Mærudögum í sumar og hvetjum við alla til að sjá þessa skemmtilegu og fjölbreyttu sýningu”. Segir Hjálmar Bogi en bæta má því við að myndirnar eru allar teknar á Húsavík og í nærsveitum.

Hjalmar

Hjálmar Bogi formaður hélt smá tölu við opnun sýningarinnar sem 120 gestir sóttu í dag.

Syning

Sýningarnefndin ásamt myndvinnslumönnunum að undanskildum Pétri ljósmyndara.

Sunnaog Bjarni

Sum módelin komu keyrandi úr öðrum sveitarfélögum til að berja sýninguna augum. Bjarni bóndi á Mánárbakka og Sunna Mjöll dóttir hans.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744