Gjástykki friđlýst gegn orkuvinnslu

Guđmundur Ingi Guđbrandsson, umhverfis- og auđlindaráđherra, undirritađi á dögunum friđlýsingu Gjástykkis í samrćmi viđ lög um verndar- og

Gjástykki friđlýst gegn orkuvinnslu
Almennt - Hafţór Hreiđarsson - Lestrar 102

Guđmundur Ingi Guđbrandsson.
Guđmundur Ingi Guđbrandsson.

Guđmundur Ingi Guđbrandsson, umhverfis- og auđlindaráđherra, undirritađi á dögunum friđlýsingu Gjástykkis í samrćmi viđ lög um verndar- og orkunýtingaráćtlun (rammaáćtlun).

Í tilkynningu á vef Stjórnarráđsins segir ađ ţetta sé fyrsta friđlýsing háhitasvćđis í verndarflokki rammaáćtlunar.

Gjástykki ţykir einstćtt á heimsvísu útfrá jarđfrćđilegu sjónarmiđi ţví ţar má sjá hvernig land hefur gliđnađ međ tilheyrandi sigdćld, sprungum og misgengjum. Á svćđinu er ađ mestu leyti nýbrunniđ og lítt gróiđ hraun sem runniđ hefur á nútíma, m.a. frá Kröflueldum 1975-1984. Í rökstuđningi verkefnisstjórnar rammaáćtlunar fyrir flokkun svćđisins í verndarflokk og friđlýsingu ţess kemur fram ađ Gjástykki er hluti af eldstöđvakerfi Kröflu sem hefur verndargildi á heimsmćlikvarđa. Svćđiđ liggi í nágrenni náttúruminja međ hátt verndargildi sem eigi ađ njóta friđunar. Ţannig veiti líka einstakar jarđmyndanir í Gjástykki tćkifćri til uppbyggingar ţekkingar og frćđslutengdrar ferđaţjónustu. 

Međ friđlýsingunni er Gjástykki verndađ gegn orkuvinnslu yfir 50MW í varmafli en ţar voru uppi hugmyndir um jarđvarmavirkjun. Friđlýsingin nćr ekki til annarra ţátta en orkuvinnslu.

„Friđlýsingin í dag markar tímamót í friđlýsingum á Íslandi ţví ţetta er fyrsta jarđhitasvćđiđ í rammaáćtlun um vernd og orkunýtingu landsvćđa sem friđlýst er gegn orkuvinnslu. Friđlýsingin fylgir eftir ákvörđun Alţingis frá árinu 2013 og ég á von á ađ friđlýsa fleiri svćđi úr rammaáćtlun á nćstu mánuđum,“ segir Guđmundur Ingi Guđbrandsson, umhverfis- og auđlindaráđherra.

Friđlýsing Gjástykkis gegn orkuvinnslu er hluti af friđlýsingaátaki sem umhverfis- og auđlindaráđherra ýtti úr vör áriđ 2018. Teymi ráđuneytisins og Umhverfisstofnunar vinnur ađ friđlýsingum svćđa í verndarflokki rammaáćtlunar, svćđa á náttúruverndaráćtlunum og svćđa sem hafa veriđ undir álagi ferđamanna, auk annarra friđlýsinga segir í tilkynningunni.


  • Steinsteypir

640.is | Ábyrgđarmađur Hafţór Hreiđarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744