Gentle Giants færði GH fjögur golfsett að gjöf

Um 12% Íslendinga spila golf. Næst vinsælasta íþróttin á eftir fótbolta. Það eru 33.161 golfvellir á Jörðinni í 208 löndum.

Gentle Giants færði GH fjögur golfsett að gjöf
Almennt - - Lestrar 740

Um 12% Íslendinga spila golf. Næst vinsælasta íþróttin á eftir fótbolta. Það eru 33.161 golfvellir á Jörðinni í 208 löndum.

Um 70 milljónir manna ferðast um Jörðina til að spila golf. Eitt af aðdráttarafli Húsavíkur er Katlavöllur. Það fjölgar á hverju ári ferðamenn sem sækja völlinn. Hann þarf ekki að kynna fyrir Íslendingum enda fallegast níu holu völlur landsins eins og segir á Fésbókarsíðu GH.

Til að mæta þessari eftirspurn þarf að leigja út golfsett til ferðafólks. Gentle Giants kom færandi hendi á Katlavöll og færði Golfklúbbi Húsavíkur fjögur glæsileg golfsett að gjöf. Tvö karla- og tvö kvennasett. Golfklúbburinn þakkar Gentle Giants fyrir höfðinglega gjöf sem mun koma sér vel.

Gentle Giants-GH

Jóhanna Sigríður Svavarsdóttir færði Golfklúbbi Húsavíkur gjöfina fyrir hönd GG og hér er hún lengst th. ásamt Jóhönnu Guðjónsdóttur, Karli Hannesi Sigurðssyni og Sigurði Hreinssyni.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744