Gamla myndin - Steypuvinna við Lónsós

Nú er upplagt að birta hér á 640.is mynd frá fyrri tíma og að þessu sinni er hún af steypuvinnu við Lónsós í Kelduhverfi.

Gamla myndin - Steypuvinna við Lónsós
Gamla myndin - - Lestrar 322

Aðalsteinn Jóhann Skarphéðinsson.
Aðalsteinn Jóhann Skarphéðinsson.

Nú er upplagt að birta hér á 640.is mynd frá fyrri tíma og að þessu sinni er hún af steypuvinnu við Lónsós í Kelduhverfi.

Það var í seinni hluta ágúst-mánaðar árið 2002 að dekkið á brúnni yfir Lónsós í Kelduhverfi, sem þá var í smíðum, var steypt.

Greint var frá þessu í Morgunblaðinu og þar sagði m.a :

Trésmiðjan Vík ehf. á Húsavík er verktaki við brúarsmíðina og það var um fjörutíu manna vinnuflokkur frá henni og Steinsteypi ehf. úr Aðaldal ásamt fjórum múrurum sem vann verkið.

Verkið var unnið sleitulaust á vöktum og gekk vel enda veðurguðirnir afar hliðhollir brúarsmiðunum á meðan á þessu stóð. Tók rúmar fjörutíu klukkustundir að steypa þetta 100 metra langa dekk og í það fóru um 640 rúmmetrar af steypu.

Framkvæmdastjórarnir Aðalsteinn J. Skarphéðinsson hjá Vík ehf. og Trausti Haraldsson hjá Steinsteypi ehf. tjáðu fréttaritara að þetta verk væri það langstærsta sem þeir hefðu komið nálægt að steypa í einu.

Trausti sagði til viðmiðunar að stærsta verk þeirra fram að þessu hefði verið að steypa um hundrað rúmmetra í einu.

Myndin sýnir Aðalsteinn J. Skarphéðinsson sem fór fyrir vinnuflokknum við verkið.

Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson

Með því að smella á myndin er hægt að skoða hana í hærri upplausn.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744