Fyrstu upplýsingar um losun koldísoxíðígilda frá Bakka

Samkvæmt lögum um nr. 107/2006 um skráningu losunar gróðurhúsalofttegunda skal allur atvinnurekstur sem hefur starfsleyfi samkvæmt lögum um hollustuhætti

Fyrstu upplýsingar um losun koldísoxíðígilda frá Bakka
Fréttatilkynning - Hafþór Hreiðarsson - Lestrar 150

Kísilver PCC á Bakka.
Kísilver PCC á Bakka.

Samkvæmt lögum um nr. 107/2006 um skráningu losunar gróðurhúsalofttegunda skal allur atvinnurekstur sem hefur starfsleyfi samkvæmt lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir fyrir starfsemi sem losar meira en sem nemur 30.000 tonnum af ígildum koldíoxíðs á ári skal skila upplýsingum til Umhverfisstofnunar um losun gróðurhúsalofttegunda í atvinnurekstrinum.

Fram kemur á heimasíðunni gaumur.is að ígildi koldíoxíðs sé sú eining sem losun gróðurhúsalofttegunda er mæld í. Til að reikna út magn ígilda koldíoxíðs sem fyrirtæki af framangreindri stærð losa þá er magn annarra gróðurhúsalofttegunda en koldíoxíðs umreiknað eftir stuðlum sem mæla hlýnunaráhrif þeirra í hlutfalli við koldíoxíð og magn koldíoxíðs bætt við. 

Starfsemi PCC Bakkisilicon fellur undir ákvæði þessara laga og þarf því að skila inn upplýsingum um losun á ígildum koldíoxíðs. Fyrr á árinu voru birtar fyrstu upplýsingar um losun ígilda koldíoxíðs hjá fyrirtækinu. Samkvæmt því sem kemur fram í losunarleyfi fyrirtækisins sem gefið er út af Umhverfisstofnun hefur fyrirtækið einungis heimild til losunar á koldíoxíði en ekki öðrum gróðurhúsalofttegundum.  

Losun koldíoxíðsígilda frá PCC BakkiSilicon helst beint í hendur við hráefnanotkun fyrirtækisins og framleiðslumagn kísilmálms. Áætluð árleg losun fyrirtæksins undir fullum afköstum er 120.000 tonn af koldíoxíðígildum. Á árinu 2018 losaði verksmiðjan ígildi 50.402 tonn af koldíoxíði. Þessi lága tala útskýrist af því að fyrstu mánuði ársins hafði framleiðsla ekki hafist en ofn 1, Birta, var settur í gang þann 30. apríl og ofn 2, Bogi, var settur í gang 31. ágúst. Á árinu 2018 framleiddi PCC Bakkisilicon 8.177,2 tonn af málmi. 

Upplýsingar um losun koldíoxíðsígilda PCC Bakkisilicon verða uppfærðar árlega á vettvangi Gaums. Næstu gagna er að vænta í maí 2020 


  • Steinsteypir

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744