Fyrsta skóflustungan tekin að fjölbýlishúsi við Útgarð

Í gær var tekin fyrsta skóflustungan að nýju fjölbýlishúsi við Útgarð 6-8.

Jón Helgi tekur fyrstu skóflustunguna í gær.
Jón Helgi tekur fyrstu skóflustunguna í gær.

Í gær var tekin fyrsta skóflustungan að nýju fjölbýlishúsi við Útgarð 6-8.

Hana tók afmælisbarn dagsins og annar af frumkvöðlum verkefnissins Jón Helgi Gestsson en hann fagnaði 75 ára aldri í gær.

Verkefnið hefur fengið tveggja ára meðgöngutíma eða allt frá því að þeir félagar Jón Helgi Gestsson og Jóhann Geirsson boðuðu til fundar með áhugasömum aðilum í Framsýnarsalnum. Verkefnið fékk svo aukin þunga þegar Friðrik Sigurðsson kom að því.  

Að sögn Friðriks var ákveðið að hanna þriggja hæða fjölbýlishús með átján íbúðum í mismunandi stærðum.  Áformin spurðust út og upplýsti Friðrik að þó ekki sé búið að staðfesta endanleg verð á íbúðunum sé búið að taka frá 14 íbúðir nú þegar.   Allar nema tvær af þeim verða með bílastæði í bílageymslu sem félagið sem byggir hefur keypt.

Meðalaldur þeirra sem hafa lýst yfir áhuga á íbúðarkaupum er um 67-68 ár

Eftir að skipulagsnefnd Norðurþings staðfesti deiliskipulag fyrir lóðina fór framkvæmdafélagið Arctic Edge Consulting ehf. á fullt í að láta ljúka teiknivinnu hjá arkítektum og burðarþolsteikningum hjá verkfræðingum. 

Arkítekt verkefnissins er KrArk arkítektastofa, Trésmiðjan Rein sér um verktöku og Steinsteypir sér um jarðvinnu og steypu.

Á næstu vikum verður verkefnið kynnt frekar fyrir áhugasömum kaupendum og upplýst um verð á íbúðunum. 

Útgarður

Jón Helgi Gestsson tók fyrstu skóflustunguna að nýju fjölbýlishúsi við Útgarð.



  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744