Fundi um Demantshringinn frestað til 10. janúar

Fundinum um nýtt vörumerki Demantshringsins, sem átti að vera á morgun í Mývatnssveit, hefur verið frestað til föstudagsins 10. janúar næstkomandi.

Fundi um Demantshringinn frestað til 10. janúar
Fréttatilkynning - Hafþór Hreiðarsson - Lestrar 48

Fundinum um nýtt vörumerki Demantshringsins, sem átti að vera á morgun í Mývatnssveit, hefur verið frestað til föstudagsins 10. janúar næstkomandi. 

Þeir sem höfðu þegar skráð sig á fundinn þurfa að gera það að nýju.

Hér má finna nýtt eyðublað:

https://www.northiceland.is/is/moya/formbuilder/index/index/skraning-a-fund-diamond-circle-10-januar

Fundurinn verður haldinn á Sel-Hótel Mývatn, frá klukkan 11:30-13:00. Ráðgjafafyrirtækið Cohn & Wolfe hefur hannað nýtt vörumerki fyrir leiðina og mun Ingvar Örn Ingvarsson, sérfræðingur, fara yfir það ferli á fundinum og kynna vörumerkið. Þá munu verkefnastjórarnir Björn H. Reynisson og Katrín Harðardóttir fara yfir stöðuna á þróun Demantshringsins og næstu skref.

Ekkert kostar inn á fundinn og boðið verður upp á súpu og brauð.

Fundurinn verður í beinni útsendingu á Facebook síðu Markaðsstofu Norðurlands.


  • Steinsteypir

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744