Fréttatilkynning frá HSN

Ástralskur ferðamaður um fertugt lést stuttu eftir að hann leitaði á heilbrigðisstofnun Norðurlands á Húsavík vegna skyndilegra og alvarlegra veikinda.

Fréttatilkynning frá HSN
Fréttatilkynning - Hafþór Hreiðarsson - Lestrar 816

Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Húsavík.
Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Húsavík.

Ástralskur ferðamaður um fertugt lést stuttu eftir að hann leitaði á heilbrigðisstofnun Norðurlands á Húsavík vegna skyndilegra og alvarlegra veikinda.

Í fréttatilkynningu frá HSN segir að bæði hann og eiginkona hans hafi reynst jákvæð fyrir veirunni sem veldur COVID-19 sjúkdómnum.

Sjúkdómseinkenni mannsins voru þó ekki dæmigerð fyrir COVID-19 og er unnið að því að skera úr um hvað orsakaði veikindi mannsins, hvort það var COVID-19 eða annað ótengt.

Mikil og margþætt vinna tekur nú við. Styðja þarf við eiginkonu hins látna og staðfesta þarf dánarorsök. Þá þarf að styðja við og setja þá heilbrigðisstarfs-menn sem komu að meðferð mannsins í sóttkví, sótthreinsa heilsugæslu-stöðina ásamt því að tryggja nauðsynlega heilbrigðisþjónustu fyrir Húsvíkinga.

Öll þessi verkefni eru unnin á vegum almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, í samvinnu við sóttvarnalækni, landlækni, Rauða krossinn og er unnið í samstarfi við við aðgerðastjórn almannavarna á Norðurlandi Eystra og heilbrigðisstofnun Norðurlands.

Að gefnu tilefni vill Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Húsavík ítreka að þeir einstaklingar sem hafa verið í fréttum í dag og reyndust vera smitaðir af COVID-19 voru ekki í neinum tengslum við innliggjandi einstaklinga á stofnuninni. 

Einnig var þessum einstaklingum haldið aðskildum frá skjólstæðingum sem komu á heilsugæslu eða höfðu önnur erindi á stofnunina þannig að enginn sem kom á Heilbrigðsstofnun Norðurlands á Húsavík í gær ætti að þurfa að óttast smit.

 

 


  • Steinsteypir

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744