Framsýn og FSH undirrituðu stofnanasamning

Undanfarnar vikur hafa staðið yfir viðræður milli Framsýnar og Framhaldsskólans á Húsavík um endurnýjun á stofnanasamningi sem er hluti af

Framsýn og FSH undirrituðu stofnanasamning
Almennt - Hafþór Hreiðarsson - Lestrar 89

Undanfarnar vikur hafa staðið yfir viðræður milli Framsýnar og Framhaldsskólans á Húsavík um endurnýjun á stofnanasamningi sem er hluti af aðalkjarasamningi aðila. 

Fram kemur á heimasíðu Framsýnar að viðræður hafi gengið vel og var samningurinn klár í lok desember. Vegna jólafría starfsmanna var gengið frá honum formlega í vikunni með undirskrift.

Á meðfylgjandi mynd má sjá Valgerði Gunnars skólameistara og fulltrúa Framsýnar, þær Guðrúnu, Önnu og Alexíu, sem gengu endanlega frá samningnum í gær. Á myndina vantar formann Framsýnar, Aðalstein Árna Baldursson, sem kom að samningagerðinni með starfsmönnum skólans innan Framsýnar og skólameistara.


  • Steinsteypir

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744