Framsýn kallar eftir verkfallsađgerđum til ađ knýja á um gerđ kjarasamninga

Stjórn Fram­sýn­ar stétt­ar­fé­lags samţykkti álykt­un á fundi sínum í gćr ţar sem skorađ er á ađild­ar­fé­lög Starfs­greina­sam­bands Íslands ađ bođa til

Framsýn kallar eftir verkfallsađgerđum til ađ knýja á um gerđ kjarasamninga
Fréttatilkynning - Hafţór Hreiđarsson - Lestrar 180

Stjórn Fram­sýn­ar stétt­ar­fé­lags samţykkti álykt­un á fundi sínum í gćr ţar sem skorađ er á ađild­ar­fé­lög Starfs­greina­sam­bands Íslands ađ bođa til verk­falla í haust standi samn­inga­nefnd Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga (SNS) viđ ákvörđun sína um ađ mis­muna starfs­mönn­um sveit­ar­fé­laga međ ein­greiđslu í sum­ar međan ekki hafa náđst samn­ing­ar.

Í frétta­til­kynn­ingu frá Fram­sýn segir ađ ţar sé átt viđ ađ starfs­menn sveit­ar­fé­lag­anna sem falla und­ir kjara­samn­ing SNS viđ Starfs­greina­sam­bandiđ verđi und­an­skild­ir í ţeim efn­um.

Ţá segir jafnframt ađ mik­il reiđi sé á međal starfs­manna sveit­ar­fé­laga í garđ samn­inga­nefnd­ar SNS.

Álykt­un Fram­sýn­ar er svohljóđandi:

„Undanfarna mánuđi hefur Starfsgreinasamband Íslands (SGS) sem Framsýn á ađild ađ, átt í kjarasamningsviđrćđum viđ samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga (SNS) vegna félagsmanna sem starfa hjá sveitarfélögum. 

Ţví miđur hafa viđrćđurnar ekki skilađ tilćtluđum árangri. Í ljósi stöđunnar var ekkert annađ í bođi fyrir ađildarfélög SGS en ađ vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara, enda gert ráđ fyrir ţví í lögum takist viđsemjendum ekki ađ ná fram kjarasamningi, ađ deilunni sé vísađ til ríkissáttasemjara til úrlausnar.

Samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur nú ţegar samiđ viđ einstök sambönd og stéttarfélög um ađ ţeirra félagsmenn sem starfa hjá sveitarfélögunum fái greiddar kr. 105.000 eingreiđslu miđađ viđ fullt starf ţann 1. ágúst 2019 sem greiđslu inn á vćntanlegan kjarasamning. Ţađ er til ţeirra félaga og sambanda sem beđiđ hafa á kantinum međan ađildarfélög SGS hafa barist um á hćl og hnakka viđ ađ reyna ađ landa nýjum kjarasamningi en án árangurs.

Ţegar ađildarfélög SGS kröfđust ţess ađ félagsmenn ţeirra sem starfa hjá sveitarfélögunum fengju sömuleiđis umrćdda eingreiđslu var ţví alfariđ hafnađ af hálfu samninganefndar sveitarfélaga međ ţeim rökum ađ Starfsgreinasambandiđ hefđi vísađ kjaradeilunni til ríkissáttasemjara.

Ţađ er međ öllu ólíđandi og samninganefnd SNS til vansa ađ skilja sína lćgst launuđu starfsmenn eina eftir úti í kuldanum, ţađ er ţá sem starfa eftir kjarasamningi sveitarfélaga og Starfsgreinasambands Íslands. Framsýn trúir ţví ekki fyrr en á reynir, ađ sveitarstjórnarmenn í Ţingeyjarsýslum hyggist koma fram viđ sitt frábćra starfsfólk međ ţessum hćtti.

Framsýn stéttarfélag skorar á samninganefnd SNS ađ endurskođa sína afstöđu. Ţađ verđur einfaldlega ekki liđiđ ađ sveitarfélögin í landinu sýni starfsmönnum sem búa viđ ţađ ömurlega hlutskipti ađ vera á lćgstu kauptöxtunum slíka lítilsvirđingu.

Framsýn stéttarfélag skorar á ađildarfélög Starfsgreinasambands Íslands ađ slíta viđrćđum viđ SNS og hefja undirbúning ađ sameiginlegum verkfallsađgerđum í haust međ ţađ ađ markmiđi ađ lama međal annars allt skólastarf í leik- og grunnskólum landsins. 

Ţađ er einfaldlega ekki hćgt ađ ađildarfélög SGS standi ađgerđarlaus á kantinum á sama tíma og samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga ćtlar kinnrođalaust ađ mismuna starfsmönnum sveitarfélaga. Skammist ykkar!“  

 


  • Steinsteypir

640.is | Ábyrgđarmađur Hafţór Hreiđarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744