Framsýn - Ályktun um flugmál

Stjórn Framsýnar samţykkti samhljóđa í morgun ályktun er varđar vinnubrögđ Vegagerđarinnar/Ríkiskaupa og viđkemur útbođi á flugi til Gjögurs og Bíldudals.

Framsýn - Ályktun um flugmál
Fréttatilkynning - Hafţór Hreiđarsson - Lestrar 189

Ljósmynd 640.is
Ljósmynd 640.is

Stjórn Framsýnar samţykkti samhljóđa í morgun ályktun er varđar vinnubrögđ Vegagerđar-innar/Ríkiskaupa og viđkemur útbođi á flugi til Gjögurs og Bíldudals.

Flugfélagiđ Ernir hefur um árabil séđ um áćtlunarflug á ţessa stađi samkvćmt útbođi. Ekki er ólíklegt ađ áćtlunarflug til Húsavíkur sé í hćttu vegna ţessa, nú ţegar liggur fyrir ađ Ernir mun ekki halda ríkisstyrktu leiđunum til Gjögurs og Bíldudals.

Ályktun stjórnar Framsýnar:

„Framsýn stéttarfélag deilir áhyggjum sínum međ  sveitarstjórnarmönnum og Samtökum atvinnurekenda á sunnanverđum Vestfjörđum (SASV) vegna flugmála. Samtökin hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna samnings Vegagerđarinnar viđ Norlandair um áćtlunarflug til Bíldudals og Gjögurs, sem ţýđir ađ Flugfélagiđ Ernir hćttir flugi á ţessa stađi á Vestfjörđum.

Flugfélagiđ Ernir hefur ţjónađ Vestfirđingum í 50 ár viđ afar krefjandi ađstćđur og nýlegar fréttir um ađ nú eigi félagiđ skyndilega ađ hverfa af vettvangi eftir umdeilt útbođ er reiđarslag fyrir svćđiđ, segir í yfirlýsingu SASV.

Samkvćmt fréttum liggur fyrir ađ Vegagerđin hefur viđurkennt ađ Ríkiskaup hafi gert mistök viđ mat tilbođa. Eins hefur komiđ fram hjá kćrunefnd útbođsmála ađ Vegagerđ/Ríkiskaup hafa brotiđ lög um opinber útbođ viđ val á tilbođi Norlandair, sbr. ákvörđun kćrunefndarinnar frá 30. október sl. 

Vinnubrögđ sem ţessi kalla á sérstaka skođun á međferđ málsins í stjórnkerfinu og ađ hlutađeigandi ađilar verđi dregnir til ábyrgđar. Menn eiga ekki ađ komast upp međ svona stjórnsýslu í umbođi stjórnvalda.

Framsýn stéttarfélag hefur átt afar gott samstarf viđ Flugfélagiđ Ernir um ađ byggja upp flugleiđina Húsavík-Reykjavík. Međ samningum viđ flugfélagiđ hefur tekist ađ bćta búsetuskilyrđi í Ţingeyjarsýslum auk ţess sem flugsamgöngur hafa eflt ferđaţjónustuna og atvinnulífiđ í heild sinni á svćđinu.

Vissulega hriktir í stođum Flugfélagins Ernis, sem nú missir ákveđnar ríkisstyrktar flugleiđir. Samningur Vegagerđarinnar/Ríkiskaupa viđ Erni hefur án efa leitt til ţess ađ flugfélagiđ hefur náđ ađ byggja sig upp á undanförnum árum međ ţví ađ bćta flugvélakost og fjölga áfangastöđum, eins og til Húsavíkur.

Verđi ţessari ákvörđun ekki hnekkt gćti ţađ leitt til ţess ađ dregiđ verđi úr flugi til Húsavíkur eđa ţađ leggist jafnvel af, međ ófyrirséđum afleiđingum fyrir íbúa í Ţingeyjarsýslum.

Ţađ er eitthvađ sem má ekki gerast, Framsýn stéttarfélag mun berjast fyrir ţví ađ svo verđi ekki og krefst ţess ađ útbođiđ verđi endurskođađ.“

 


  • Steinsteypir

640.is | Ábyrgđarmađur Hafţór Hreiđarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744