Framkvæmdir hafnar við gerð fyrsta áfanga göngu- og hjólastígs við Mývatn

Hafnar eru framkvæmdir við 1. áfanga göngu- og hjólastígs við Mývatn sem nær frá Reykjahlíð til Dimmuborga.

Framkvæmdir hafnar við gerð fyrsta áfanga göngu- og hjólastígs við Mývatn
Almennt - Hafþór Hreiðarsson - Lestrar 106

Framkvæmdir við göngustíginn. Lj. Helgi Héðinsson
Framkvæmdir við göngustíginn. Lj. Helgi Héðinsson

Hafnar eru framkvæmdir við 1. áfanga göngu- og hjólastígs við Mývatn sem nær frá Reykjahlíð til Dimmuborga.

Í nýjum pistli Þorsteins Gunnarssonar sveitarstjóra Skútustaðahrepps segir að um brýnt umferðaröryggismál sé að ræða sem auka mun lífsgæði Mývetninga og gesti þeirra.

"Jafnframt verður tækifærið notað og hitaveitulögn endurnýjuð að hluta á kafla sem hefur verið til vandræða undanfarin ár.

Göngu- og hjólastígur var forgangsmál við gerð umferðaröryggisáætlun sveitarfélagsins og í áfangastaðaáætlun Norðurlands". Segir Þorsteinn í pistlinum.


640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744