Framkvæmdir á tjaldsvæðinu á Húsavík

Eins og glöggir vegfarendur hafa tekið eftir eru miklar framkvæmdir í gangi á tjaldsvæðinu á Húsavík.

Framkvæmdir á tjaldsvæðinu á Húsavík
Almennt - - Lestrar 489

Ferðamenn í félagi við framkvæmdir.
Ferðamenn í félagi við framkvæmdir.

Eins og glögggir vegfarendur hafa tekið eftir eru miklar framkvæmdir í gangi á tjaldsvæðinu á Húsavík. 

Að sögn Gunnars Hrafns Gunnarssonar, framkvæmda- og þjónustufulltrúa Norðurþings er verið að útbúa aksturleiðir til að lágmarka skemmdir og bæta skipulagið á tjaldsvæðinu. Efnið sem falli til vegna framkvæmdanna verði notað til að forma stalla á svæðinu til að auka gæði tjaldsvæðisins. 

Það eru Höfðavélar sem sjá um jarðvinnuna á svæðinu en Smári Jónas Lúðvíksson hannaði og teiknaði skipulagið. 

Það verður gaman að fylgjast með hvernig tjaldsvæðið verður þegar það fyllist að loknum framkvæmdum. 


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744