Flott sýning hjá ungum Granaknöpum

Hestamannafélagið Grani bauð bæjarbúum og nærsveitarmönnum á hestbak í Bústólpahöllinni í dag þar sem teymt var undir þeim.

Flott sýning hjá ungum Granaknöpum
Almennt - - Lestrar 509

Flott tilþrif hjá Söru Kristínu og Vin.
Flott tilþrif hjá Söru Kristínu og Vin.

Hestamannafélagið Grani bauð bæjarbúum og nærsveitarmönnum á hestbak í Bústólpahöllinni í dag þar sem teymt var undir þeim.

Það voru margir sem þáðu boðið og eins og gefur að skilja var unga kynslóðin áhugasömust.

Þegar lokið var við að teyma undir sýndu sex ungir knapar, nemendur 6. og 7. bekkjar Borgarhólsskóla, munsturreið sem þau höfðu æft undir stjórn Karin Gerhartl.

Tilefnið var sýningin Æskan og hesturinn sem fram fór í Léttishöllinni á Akureyri á dögunum. Þar sýndu börn á öllum aldri listir sínar og færni á hestbaki. Sýning sú er hápunktur vetrarstafs hjá ungu knöpum og jafnan mikil tilhlökkun að sýna fyrir framan áhorfendur. 

En því miður var of mikill vindur á sýningardaginn til að þorandi væri að keyra með hestakerrur um langa leið. Því fór sem fór en ákveðið var að sýna þetta atriði hér heima í dag.

Framtíðin er greinilega björt hjá Grana með svona kjarkmikla og áhugasama knapa innan sinna raða.

Með því að smella á myndirnar er hægt að fletta þeim og skoða í stærri upplausn.

Grani bauð á bak

Grani bauð á bak

Grani bauð á bak

Grani bauð á bak

Grani bauð á bak

Grani bauð á bak

Borgar Elí Jónsson á Perlu.

Grani bauð á bak

Brynja Kristín Elíasdóttir á Funa.

Grani bauð á bak

Elín Pálsdóttir á Adam.

Grani bauð á bak

Sara Kristín Smáradóttir á Vin.

Grani bauð á bak

Sigrún Anna Bjarnadóttir á Freyfaxa.

Grani bauð á bak

Sigrún Marta Jónsdóttir á Milljarði.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744