Ferðumst í heimalandinu......notum ferðaávísunina

Á fjarfundi fjármálaráðherra með SA í gær, 15.04., lagði ég fyrir hann eftirfarandi spurningu:

Ferðumst í heimalandinu......notum ferðaávísunina
Aðsent efni - Hafþór Hreiðarsson - Lestrar 334

Sigurjón Benediktsson.
Sigurjón Benediktsson.

Á fjarfundi fjármálaráðherra með SA í gær, 15.04., lagði ég fyrir hann eftirfarandi spurningu: 

Nú hallar hraustlega undan fæti í allri ferðaþjónustu. Þá treystum við, smáfuglarnir í þeirri grein, á að íslendingar muni nú loksins ferðast almennt innanlands.

En hvað gerist þá ? Upp skjótast svo svakaleg undirboð Verkalýðsfélaga og félagasamtaka (20.000 krónur fyrir vikufí sumarhúsi !) að enginn getur keppt við þau verð, er þar bjóðast.

1. Er þetta hluti af aðgerðarpakka ríkisins og verkalýðshreyfingarinnar, og þá með samþykki samkeppnisyfirvalda?
2. Gildir 5000 kallinn sem boðaður hefur verið, sem ferðaávísun einnig í niðurgreidda gistingu félagasamtaka?
3. Hverju á þetta að skila ?

Það liggur svo í augum uppi hver borgi, brúsann!....Það er ég og mitt fyrirtæki 

Svar hans var skýrt....þessi samtök eða félög geta ákveðið hvernig þau verja sínum peningum en framlag ríkisins á formi ferðaávísunar var EKKI hugsað til að niðurgreiða þannig gistingu ...þá er það bara klárt og munar um 10.000 kr per hjón munum það.

 Með kveðju

Sigurjón Benediktsson, tannlæknir , ellilifeyrisþegi, stjórnarformaður og eigandi Kaldbaks-kota.


  • Steinsteypir

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744