Ferđaţjónustan á Bjargi fékk umhverfisverđlaun Skútustađahrepps í ár

Umhverfisverđlaun Skútustađahrepps voru veitt í fimmta sinn í gćr, Fyrsta vetrardag 2020.

Ferđaţjónustan á Bjargi fékk umhverfisverđlaun Skútustađahrepps í ár
Almennt - Hafţór Hreiđarsson - Lestrar 171

Umhverfisverđlaun Skútustađa-hrepps voru veitt í fimmta sinn í gćr, Fyrsta vetrardag 2020.

Ţar sem ekki var hćgt ađ fagna Fyrsta vetrardegi á Slćgjufundi voru verđlaunin afhent viđ óvenjulegar ađstćđur, í Vogafjósi ađ lokinni hamingjugöngu dagsins.

Í frétt á heimasíđu Skútustađa-hrepps segir ađ óskađ hafi veriđ eftir tilnefningum um einstaklinga, fyrirtćki, lögbýli eđa stofnun sem eru til fyrirmyndar í umhirđu og umgengni síns nćrumhverfis. Átta tilnefningar bárust og vill umhverfisnefnd ţakka ţeim sem sendu inn tilnefningar.

Ađ fengnu áliti umhverfisnefndar sem fékk ţađ vandaverk ađ rýna fjölbreyttar og mjög frambćrilegar tilnefningar, var ţađ niđurstađa sveitarstjórnar ađ veita verđlaunin Ferđaţjónustunni á Bjargi sem fékk flestar tilnefningar, fyrir metnađarfulla uppbyggingu á tjaldsvćđi.

Umhverfisverđlaun Skútustađahrepps 2020 hlaut Ferđaţjónustan á Bjargi fyrir snyrtilega og vel hirta lóđ og fyrir ađ vera til fyrirmyndar varđandi viđhald bygginga. Ađstađa fyrir ferđamenn er til fyrirmyndar, vel er hugsađ um húsakynni og umhverfi tjaldsvćđisins s.s. bílastćđi, slátt á flötum og merkingar. Vandađ hefur veriđ til verka í allri uppbyggingu.

Skútustađahreppur óskar Sigfúsi Illugasyni til hamingju međ verđlaunin og ţakkar honum fyrir ađ setja gott fordćmi í uppbyggingu í ferđaţjónustu.

Auk Ferđaţjónustunnar á Bjargi voru fimm ađilar tilnefndir. Ţeim er ađ sama skapi ţakkađ sín verđugu verk, óskađ til hamingju međ tilnefninguna og hvattir til áframhaldandi góđra verka. Hér í stafró

  • Ásdís Illugadóttir og Sigurđur Guđbrandsson, Helluhraun 13.  Tilnefnd fyrir snyrtilegt og fallegt umhverfi.
  • Ingi Ţór Yngvason. Tilnefndur vegna starfs viđ meindýra- og vargeyđingu í Mývatnssveit um áratuga skeiđ.
  • Lára Ingvarsdóttir og Sigurjón Bessi Brynjarsson, Lynghraun 7. Tilnefnd fyrir glćsilegan garđ, snyrtilegt umhverfi og vel heppnađ viđhald á íbúđarhúsi.
  • Ţorlákur Páll Jónsson. Tilnefndur ásamt Landgrćđslunni fyrir uppbyggingu í Dimmuborgum, sem er einstaklega vel heppnuđ, í sérflokki áfangastađa fyrir glćsileika, ađgengi og ađstöđu alla. Svćđiđ er til fyrirmyndar og getur tekiđ á móti miklum fjölda gesta ţó ađ náttúra ţess sé viđkvćm. Auk Láka, voru fyrir ţetta verkefni tilnefndir Sveinn Runólfsson fyrrverandi landgrćđslustjóri og Stefán Skaftason hérađsfulltrúi.
  • Ţórdís G Jónsdóttir og Gunnar Rúnar Pétursson Vogum II, bóndabćr og heimagisting. Tilnefning fyrir ađ minnka sóun, endurnýta og endurvinna og leggja ţannig sitt á vogarskálarnar í umhverfismálum.

"Skútustađahreppur og umhverfisnefnd óska áđurnefndum innilega til hamingju, međ ósk um áframhaldandi gott gengi viđ ađ sinna umhverfismálum á fjölbreyttan hátt, á stórum og smáum skala í sveitinni okkar". Segir ađ lokum í fréttinni.

Ţađ var Arnţrúđur Dagsdóttir sem afhenti Sigfúsi verđlaunin og eru ţau á međfylgjandi mynd sem fengin er af heimasíđu Skútustađahrepps.

 


  • Steinsteypir

640.is | Ábyrgđarmađur Hafţór Hreiđarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744