Viðbrögðin létu ekki á sér standa - Fengu 40 ullarsokkapör að gjöf

Þegar björgunarsveitarfólk í Garðari stóðu í ströngu meðan óveðrið mikla gekk yfir landið í desember á liðnu ári var að mörgu að hyggja.

Félagar úr Bjsv. Garðari að störfum í desember sl.
Félagar úr Bjsv. Garðari að störfum í desember sl.

Þegar björgunarsveitarfólk í Garðari stóðu í ströngu meðan óveðrið mikla gekk yfir landið í desember á liðnu ári var að mörgu að hyggja.

Eitt af því er að nægur hlífðar-fatnaður og þegar leið á aðgerðirnar voru allir ullarsokkar að verða upprunnir.

Þá brá björgunarsveitarkonan Sigrún Karlsdóttir á það ráð að auglýsa eftir sokkapörum á Fésbókinni. 

“Ég bað prjónafólk að hafa samband við okkur og viðbrögðin létu ekki á sér standa. Við höfum fengið um fjörutíu sokkapör og tíu vettlingapör að gjöf frá ýmsum aðilum og fyrir það viljum við þakka kærlega fyrir. Svona stuðningur er okkur mikils virði og sýnir um leið hlýhug til björgunarsveitanna” sagði Sigrún Karlsdóttir í samtali við 640.is í dag.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744