Fengu 50 tonn af grásleppu á vertíðinni

Grásleppuvertíðnni er lokið hjá þeim húsvísku bátum sem fyrstir lögðu en veiðitímabilið er 32 dagar í ár. Þá var netafjöldinn takmarkaður við 100 net á

Fengu 50 tonn af grásleppu á vertíðinni
Almennt - Hafþór Hreiðarsson - Lestrar 793

Alli Hólmgeirs í brúnni á Aron. Lj. Þorgeir.
Alli Hólmgeirs í brúnni á Aron. Lj. Þorgeir.

Grásleppuvertíðnni er lokið hjá þeim húsvísku bátum sem fyrstir lögðu en veiðitímabilið er 32 dagar í ár. Þá var netafjöldinn takmarkaður við 100 net á bát.

640.is var á bryggjunni þegar Sædísin kom að landi úr síðustu veiðiferð vertíðarinnar en Guðmundur A. Hólmgeirsson skipstjóri og útgerðamaður hjá Knarrraeyri gerði út bátana Aron og Sædísi til grásleppuveiða.

Sama áhöfn var á báðum bátunum og dregið til skiptis. Guðmundur, eða Alli Hólmgeirs eins og hann er jafnann kallaður, taldi dagafjöldann hæfilegan miðað við markaðsaðstæður á hrognamarkaði en óneitanlega var vertíðin í styttra lagi.

Að sögn Alla var vertíðin ágæt veðurfarslega fyrir utan brælukaflann á dögunum en afli bátanna er um 50 tonn upp úr sjó. Netin voru þeir með við Flatey og inn með Víknafjöllunum. Slóðum sem Alli þekkir vel enda uppalinn í Flatey. Til gamans má geta þess að kappinn er á 74. aldursári.


  • Steinsteypir

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744