Fasteignamat hækkar

Nýverið birti Þjóðskrá upplýsingar um fasteignamat fyrir árið 2021.

Fasteignamat hækkar
Almennt - - Lestrar 289

Nýverið birti Þjóðskrá upplýsingar um fasteignamat fyrir árið 2021.

Samkvæmt upplýsingum á vef Þjóðskrár hækkar heildarmat fasteigna um 2,1% á milli ára, fasteignamat atvinnuhúsnæðis um 1,7%, sérbýli um 2,2% og fjölbýli um 2,4%.

Á vef Gaums, sjálfbærniverkefnis á Norðausturlandi, segir að uppfærslu á fasteignamati á miðsvæði verkefnisins hafi lokið í dag.

Uppfærð hafa verið gögn um heildarmat fasteigna á svæðinu eftir sveitarfélögum, mat á íbúðarhúsnæði og mat á atvinnuhúsnæði. Heildarmat fasteigna á svæðinu hækkar um 5,25%. Mat á íbúðarhúsnæði á vöktunarsvæði Gaums hækkar um 7,38% og mat á atvinnuhúsnæði um 29,51%.

Mestar hækkanir á mati á fasteignum eru í þeim hluta Norðurþings sem tilheyrir miðsvæði. Mat á atvinnuhúsnæði hækkar um 38,79% og mat á íbúðarhúsnæði um 8,96%. Næst mest hækkun er á mati fasteigna í Tjörneshreppi en þar hækkar íbúðarhúsnæði um 8% en atvinnuhúsnæði um 4,16%. 

Nánari upplýsingar um hækkun fasteignamats má finna undir vísi 3.6


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744