Eyfirđingar auglýsa eftir kjarki - Eftir Sigmund Ófeigsson

Ánćgjulegt er ađ lesa í sáttmála nýrrar ríkisstjórnar ađ hún vill treysta betur flutnings- og dreifikerfi raforku í landinu, tengja betur lykilsvćđi og

Eyfirđingar auglýsa eftir kjarki - Eftir Sigmund Ófeigsson
Ađsent efni - Hafţór Hreiđarsson - Lestrar 205 - Athugasemdir (0)

Sigmundur Ófeigsson.
Sigmundur Ófeigsson.

Ánćgjulegt er ađ lesa í sáttmála nýrrar ríkisstjórnar ađ hún vill treysta betur flutnings- og dreifikerfi raforku í landinu, tengja betur lykilsvćđi og tryggja afhendingaröryggi raforku um allt land. 

Atvinnuţróunarfélag Eyjafjarđar hefur í mörg ár bent á hversu mikilvćgt ţetta verkefni er og ađ hefjast skuli handa strax enda ástandiđ á Eyjafjarđarsvćđinu ekki bođlegt, hvorki íbúum né fyrirtćkjum. Byggđalínan, sem flytur raforku milli landshluta og landsmanna, er orđin gömul og ótrygg. Elsti hluti hennar, sem liggur frá Skagafirđi til Akureyrar, er frá árinu 1974 eđa fyrir 43 árum síđan. Endar byggđalínunnar náđu saman áriđ 1984 og var hún ţá orđin tćplega 1.100 kílómetra löng. Byggđalínan tengdi saman landshluta og var mikiđ framfaraskref í raforkumálum landsins. Hún opnađi líka fyrir möguleikum á ađ virkja víđa um land og nýta orkuna hvar sem er á landinu. Á ţeim tíma sem liđinn er frá ţví byggđalínan var reist hefur raforkumarkađurinn vaxiđ jafnt og ţétt. Allir eru sammála um ađ hann eigi eftir vaxa enn meira á komandi árum, m.a. međ innleiđingu orkuskipta. Nútímasamfélag án rafmagns er óhugsandi og samfélag framtíđarinnar mun treysta enn ţá meira á ţađ.

Auglýst eftir pólitískum kjarki

Flutningsgeta byggđalínunnar er takmörkuđ og hefur álag á hana vaxiđ samfara aukinni raforkunotkun. Er nú svo komiđ ađ hún er fullnýtt. Virkjanir landsins geta framleitt meiri orku en veikt flutningskerfi takmarkar framleiđsluna međ ţeim afleiđingum ađ orka tapast, hún kemst ekki til raforkunotenda. Samkvćmt nýlegri skýrslu Samtaka iđnađarins um innviđi á Íslandi ţarf ađ leggja ađ lágmarki 55 milljarđa króna í uppbyggingu kerfisins svo ţađ geti sinnt hlutverki sínu á viđeigandi hátt. „Flutningskerfiđ stendur uppbyggingu atvinnulífs fyrir ţrifum og ţarf stórátak til ađ koma ţví í almennilegt horf,“ sagđi Sigurđur Hannesson framkvćmdastjóri samtakanna í blađaviđtali í tilefni af útgáfu skýrslunnar. Í mörg ár hefur legiđ ljóst fyrir ađ fara ţurfi í átak til styrkingu raforkuflutningakerfisins, sambćrilegt og átti sér stađ viđ gerđ byggđalínunnar fyrir rúmlega 40 árum síđan. Um ţađ eru allir sammála en lítiđ sem ekkert hefur ţokast í ţeim málum vegna ţess ađ menn eru ekki sammála um hvernig ţađ skuli gert. Pólitískan vilja og kjark skortir. Á međan versnar ástandiđ ár frá ári og dýrmćtur tími fer til spillis ţví framkvćmdatíminn er langur.

Fjárhagslegt tjón mikiđ

Tjónum vegna rekstrarerfiđleika í raforkuflutningakerfinu hefur fjölgađ jafnt og ţétt á síđustu árum. Orkuskortur er ađ verđa reglulegur viđburđur víđa um land og ţá sérstaklega á Akureyri og í Eyjafirđinum öllum. Útsláttur er algengur og ţurfa íbúar og fyrirtćki ađ sćtta sig viđ skerta raforku og sveiflur í raforkuflutningi. Tjón vegna ţessa hleypur á hundruđum milljóna króna og fer vaxandi. Rafmagnstćki skemmast og fyrirtćki verđa fyrir beinu tjóni vegna stöđvunar framleiđslu og tjóns á búnađi. Í mörgum tilfellum ţurfa ţau ađ draga úr starfsemi eđa koma sér upp varaafli međ dísilvélum eđa olíukötlum.  

Samfélagslegt tjón gríđarlegt

Ótrygg raforka á Eyjafjarđarsvćđinu stendur atvinnuţróun og uppbyggingu nýrra fyrirtćkja fyrir ţrifum. Flutningsgeta byggđalínunnar á Norđurlandi er 100 megawött sem er ţađ sama og núverandi álag í Eyjafirđi. Ţađ er ţví ekkert svigrúm fyrir aukna rafmagnsnotkun og óöryggiđ verđur meira og meira sem árin líđa. Orkuskorturinn hefur margvísleg neikvćđ samfélagsleg áhrif. Hann hefur áhrif á alla framţróun og virkar letjandi á fólk og fyrirtćki sem hafa áhuga á ađ flytja til svćđisins. Í ţessu ástandi er t.d. alvöru rafbílavćđing ómöguleg og útilokađ er ađ raftengja skip í höfninni á Akureyri. Engir möguleikar eru til ađ ráđast í ný verkefni, stór eđa smá, ţar sem orkan er ekki til stađar. Afleiđingarnar verđa fćrri atvinnutćkifćri sem leiđa mun til fólksflótta frá svćđinu. Samfélagslegt tjón verđur gríđarlegt. Hver ćtlar ađ bera ábyrgđ á ţví? Nýr umhverfisráđherra sagđi í viđtali á dögunum ađ hann ćtar ađ verđa umhverfisráđherra allra landsmanna. Gott er ađ hugsa til ţess og óskum viđ hjá Atvinnuţróunarfélagi Eyjafjarđar, Guđmundi Inga velfarnađar í starfi.

Höfundur er framkvćmdastjóri Atvinnuţróunarfélags Eyjafjarđar

 

 


640.is | Ábyrgđarmađur Hafţór Hreiđarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744