Er ķbśalżšręši įbótavant ķ stjórnsżslu Noršuržings

Nżlega gerši ég mér grein fyrir žvķ aš illu heilli skortir töluvert upp į ķbśalżšręši ķ okkar góša Noršuržingi.

Er ķbśalżšręši įbótavant ķ stjórnsżslu Noršuržings
Ašsent efni - Hafžór Hreišarsson - Lestrar 720

Kristjana Bergsdóttir.
Kristjana Bergsdóttir.

Nżlega gerši ég mér grein fyrir žvķ aš illu heilli skortir töluvert upp į  ķbśalżšręši ķ okkar góša Noršuržingi. 

Sveitarfélagi žar sem nįttśra og gott fólk sameinar alla bestu kosti lands og žjóšar. Hvernig getur stjórn sveitarfélagsins misstigiš sig svo illa gagnvart ķbśalżšręšinu sem raun ber vitni. Ķ mįlefnasamningi meirihlutans sé ég hvergi minnst į ķbśalżšręši.

Ķ verkefninu, Brothęttar byggšir į Raufarhöfn, sem er nś lokiš, var gerš skżlaus krafa um ķbśalżšręši.

Ķ lokaskżrslu įriš 2015, um inntak verkefnisins brothęttra byggša, segir aš verkefniš BB  „..felist ķ žvķ aš beita nįlgun ķbśalżšręšis og samrįšs til aš tryggja aš val og forgangsröšun verkefna sé į forsendum heimamanna, frekar en aš koma  aš „ofan og utan“  viš samfélagiš.. .. aš slķk įhersla sé vęnlegri til įrangurs en žęr ašgeršir sem įšur hefur veriš beitt.“

Ķ merku riti, Leišsögn um lżšręši ķ sveitarfélögum, sem gefiš var śt af Sambandi ķslenskra sveitarfélaga og Stofnun stjórnsżslufręša og stjórnmįla viš HĶ įriš 2012, segir m.a. :

„...aš aukin aškoma borgaranna er leiš til aš styrkja félagsauš sveitarfélagsins žegar vel tekst til. Żmsir fręšimenn telja félagsaušinn til lykilaušlegša samfélaga....og forsenda fyrir markvissu ķbśasamrįši er aš sveitarfélög byrji į žvķ aš setja sér grundvallarreglur um hvernig žau ętli sér aš vinna aš ķbśasamrįši“

Hverfarįš Noršuržings eru fjögur talsins og eiga einmitt aš tryggja ķbśalżšręši. Ķ samžykkt um hverfisrįš mį lesa žęr grundvallarreglur sem Noršuržing hefur sett sér s.s. „...vera vettvangur samrįšs ķbśa, félagasamtaka og atvinnulķfs į sķnu nęrsvęši og sveitarstjórnar“. Samžykkt fyrir hverfisrįš er aš finna į vef Noršuržings. 

Žaš er ekki bśiš aš leggja hverfarįšin nišur en hvernig vinnur sveitastjórn og nefndir į hennar vegum aš markmišum žeirra ?  

Ég tók aš mér nżveriš aš gerast fulltrśi ķ hverfarįši Raufarhafnar og er eiginlega furšu lostin yfir žvķ višmóti sem fram kemur ķ nefndum og hjį starfsmönnum Noršuržings. Vinnulag, višmót eša bara slęmur įvani, sżnir aš almennur skortur į lżšręši er himinhrópandi gagnvart fólkinu sem bżr į Raufarhöfn. Sinnuleysiš er fólgiš ķ aš lįta verkefni dankast, įn skżringa, žannig aš viš eigum t.a.m. aš žola hęttuįstand vegna fokhęttu af eignum sveitarfélagsins įrum saman. Višgeršum į eignum sveitarfélagsins er of oft illa og seint sinnt og eftirlit meš verkum lķtiš sem ekkert, a.m.k. mišaš viš śtkomu oft į tķšum. Sumt er vel gert og veršur tķundaš sķšar. Starfsmenn koma og fara įn žess aš gera vart viš sig hjį Stjórnsżsluhśsi Raufarhafnar eins og bent hefur veriš į. Ašgangur okkar ķ hverfisrįšinu aš upplżsingum frį stjórnsżslunni er einvöršungu gegnum heimasķšu Noršuržings. Žar getum viš, eins og ašrir, vaktaš, fįtęklegar og snubbóttar fundargeršir til aš athuga hvort fjallaš var um eša jafnvel teknar  meiri hįttar įkvaršanir um okkar svęši. Fundargeršir okkar eru žó alltaf teknar fyrir og vķsaš til nefnda en hverfisrįš hefur ekki veriš bęnheyrt meš žaš aš fį sendar fundargeršir, er varša Raufarhöfn,  frį nefndum. Ég hef skrifaš tölvupósta til fulltrśa ķ Fjölskyldurįši, en ekki fengiš svör. Sveitarstjóri svaraši samstundis pósti frį mér og vķsaši til nefndar, en žašan koma enn engin svör.

Į Ķbśafundi sem haldinn var į hér Raufarhöfn milli lęgša, ž. 16. janśar, kom fram aš erfitt er aš fį fólk til aš gefa kost į sér į lista fyrir sveitarstjórnarkosningar. Žaš er leitt aš heyra en žeir sem žó taka sęti ķ nefndum geta varla veriš undanžegnir žvķ aš svara erindum frį ķbśum ? 

Į sķšasta įri tókst Fjölskyldurįši aš klśšra gjörsamlega góšum möguleikum Raufarhafnarbśa į įframhaldandi alhliša heilsueflandi starfsemi ķ Ķžróttahśsinu. Vetur eru langir og ašstašan ķ Ķžróttamišstöšinni okkar er eina ķžróttaašstašan sem er ķ boši hér į svęšinu.  Nęr hefši veriš aš loka eša skerša ķžróttaašstöšu ķ sveitarfélaginu žar sem fleiri möguleikar bjóšast ķbśunum. Nei hér stöndum viš hnķpin eftir gjörningavešur af mannavöldum. Ķžróttaašstöšunni var lokaš į grundvelli „ašsóknartalna“,  reikniskśnstir  sem vęgast sagt byggja į umdeildum forsendum.  Ķžróttaašstöšunni var lokaš ķ sparnašarskyni. Skerfur Raufarhafnar til sparnašar ķ rekstri  Noršuržings var s.s. aš loka dżrmętri, vel rekinni heilsueflandi starfsemi fyrir alla aldurshópa. Hverfisrįš Raufarhafnar gat lesiš sér til fróšleiks į heimasķšu Noršuržings aš:

„Fjölskyldurįš samžykkir aš Ķžróttamišstöšin į Raufarhöfn verši ašgöngustżrš meš lykilkorti sem seld verša ķ Rįšhśsinu į Raufarhöfn.Opnunartķmi meš lykilkorti veršur frį 06.00 - 22.00 alla daga vikunar. Sundlaug, klefar og sauna verša lokaš af öryggisįstęšum.“

Viš hefšum fremur viljaš fį samtal um sparnašarmöguleika į Raufarhöfn. Engum hér į Raufarhöfn var bošiš til skrafs og rįšagerša um žessa įkvöršun og ég į einna helst von į žvķ aš viš veršum talin vandlįt ef viš ekki tökum vel ķ žessa rįšstöfun. Ef af veršur žį er hśn dżru verši keypt aš mķnu mati. 

Žaš er slęmt aš Raufarhafnar er ašeins getiš ķ tvķgang ķ mįlefnasamningi meirihlutans ķ Noršuržingi, sem raunar er įhugaverš lesning. Žaš gefur tóninn um višhorf frambošslistanna til okkar śtvaršanna ķ noršri, eša kannski einfaldlega skort į skilning į žvķ jafnręši sem žarf aš rķkja ķ sveitarfélaginu öllu. 

Aš lokum hvet ég verkstjóra Noršuržings, sveitarstjórann Kristjįn Žór Magnśsson aš skerpa į tilfinningu stjórnsżslunnar, fyrir mikilvęgi ķbśalżšręšis og minni hann į grein frį įrinu 2018, sem ber nafniš :

„ Allt snżst žetta um fólk „ og žar sem hann skrifar „ .... Ég vil bśa ķ samfélagi žar sem forgangsrašaš er ķ žįgu velferšar ....Ég vil bśa ķ jįkvęšu og hvetjandi samfélagi sem leggur įherslu į aš allir einstaklingar žess fįi notiš velferšar og hamingju. Aš sjįlfsögšu er žaš óhugsandi aš fólk greini ekki į um żmsa hluti, en öflugustu leištogar samfélaga nį aš leiša mįl farsęllega til lykta meš įkvöršunartöku hvar allar hlišar mįls hafa veriš kannašar og tillit tekiš til sjónarmiša sem flestra....

Kristjana Bergsdóttir ęšarbóndi, Siguršarstöšum Melrakkasléttu.  • Steinsteypir

640.is | Įbyrgšarmašur Hafžór Hreišarsson | vefstjori@640.is | Sķmi: 895-6744