Elvar Baldvinsson genginn til liðs við Þór

Völsungurinn Elvar Baldvinsson er genginn til liðs við 1.deildar liðs Þórs á Akureyri.

Elvar Baldvinsson genginn til liðs við Þór
Íþróttir - Hafþór Hreiðarsson - Lestrar 179

Bergvin, Gestur og Elvar.
Bergvin, Gestur og Elvar.

Völsungurinn Elvar Baldvinsson er genginn til liðs við 1.deildar liðs Þórs á Akureyri.

Elvar, sem gerði eins árs samning við Þór, á alls 125 leiki að baki með meistaraflokki Völsungs og í þeim leikjum hefur hann skorað 28 mörk.

Leikir Völsungs á þessum tíma voru í 2. og 3. deild. Fyrsti meistara-flokksleikur Elvars var í 17. maí 2014 gegn ÍR í 2. deildinni og þá var hann í byrjunarliði Völsungs í 8-1 tapi. Fyrsta meistaraflokksmarkið kom í 2-1 tapi gegn Ægi á Þorlákshafnarvelli í 2. deildinni 24. maí 2014. 

Á meðfylgjandi mynd sem fengin er af heimasíðu Þórs eru Bergvin Jóhannsson, Gestur Arason gjaldkeri knattspyrnudeildar og Elvar Baldvinsson. Til gamans má geta þess að Bergvin lék með Völsungi sumarið 2015,  sem þá var í 2. deild, og spilaði hann 10 leiki og skoraði 1 mark.  • Steinsteypir

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744