Eldur kom upp í vél­ar­hlut­um og heyi í Aðal­dal

Slökkvilið í Þing­eyj­ar­sveit og á Húsa­vík voru kölluð út að bæn­um Kili í Aðal­dal á sjötta tím­an­um þar sem eld­ur kom upp í vél­ar­hlut­um og heyi

Vel gekk að ráða niðurlögum eldsins á Kili.
Vel gekk að ráða niðurlögum eldsins á Kili.

Slökkvilið í Þing­eyj­ar­sveit og á Húsa­vík voru kölluð út að bæn­um Kili í Aðal­dal á sjötta tím­an­um þar sem eld­ur kom upp í vél­ar­hlut­um og heyi við hlöðu og véla­skemmu á bæn­um. 

mbl.is greinir frá en að sögn Gríms Kára­son­ar, slökkviliðsstjóra á Húsa­vík náði eldurinn ekki að breiðast út í íbúðar- eða úti­hús og vel gekk að ráða niður­lög­um hans. Slökkvi­starfi lauk um klukk­an 18:30. 

Lesa meira  


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744