Ekkert afl á ofnum PCC

Vegna bil­un­ar í spenni­virki Landsnets er ekk­ert afl á ofn­um kís­il­verk­smiðju PCC á Bakka þessa stund­ina.

Ekkert afl á ofnum PCC
Almennt - Hafþór Hreiðarsson - Lestrar 188

Ljósmynd Hreinn Hjartarson.
Ljósmynd Hreinn Hjartarson.

Vegna bil­un­ar í spenni­virki Landsnets er ekk­ert afl á ofn­um kís­il­verk­smiðju PCC á Bakka þessa stund­ina.

Í tilkynningu á fésbókarsíðu fyrirtækisins segir að neyðarskor­stein­ar séu opn­ir, ofn­arn­ir eru að kólna og því get­ur fólk orðið vart við lykt.

"Þessi bilun er afleiðing óveðursins sem gekk yfir landið fyrr í vikunni. Það er lögð mikil áhersla á viðgerðir og vonumst við til að þeim ljúki sem allra fyrst. Við munum upplýsa um framvindu mála á næstu dögum". Segir jafnframt í tilkynningunni.


  • Steinsteypir

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744