Covid 19- Fyrsta smitið staðfest á Húsavík

Fyrsta smitið af Covid-19 hefur verið staðfest á Húsavík.

Covid 19- Fyrsta smitið staðfest á Húsavík
Almennt - Hafþór Hreiðarsson - Lestrar 508

Fyrsta smitið af covid-19 hefur verið staðfest á Húsavík.

Þetta kemur fram í pistli frá Kristjáni Þór Magnússyni sveitarstjóra á heimasíðu Norðurþings. Ekki var um að ræða einstakling sem var í skilgreindri sóttkví.

"Á meðan að smitrakning var unnin í morgun var ákveðið að loka einni deild á leikskólanum Grænuvöllum, en nú síðdegis fékkst það staðfest að ekki þurfi að koma til frekari lokana og verður því leikskólinn allur opinn á morgun eins og verið hefur. Smitið er líklegast rakið til hótels í Mývatnssveit, en fleiri smit hafa verið rakin til sama hótels á þessum tíma.

Viðkomandi hefur haft mjög takmörkuð samskipti útávið eftir dvölina við Mývatn og því fáir sem þurfa að sæta sóttkví vegna málsins. Við hugsum hlýtt til viðkomandi með óskum um góðar batakveðjur". Segir m.a í pistli Kristjáns Þórs sem lesa má í heild sinni hér.


  • Steinsteypir

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744