Býr sig undir 4-6 mánuði um borð

Húsvíkingurinn Sigurgeir Pétursson er skipstjóri argentíska verksmiðjuskipsins Tai An sem gert er út á veiðar á hokinhala og kolmunna suður undir

Býr sig undir 4-6 mánuði um borð
Almennt - - Lestrar 486

Sigurgeir Pétursson. Mynd aðsend.
Sigurgeir Pétursson. Mynd aðsend.

Húsvíkingurinn Sigurgeir Pétursson er skipstjóri argentíska verksmiðjuskipsins Tai An sem gert er út á veiðar á hokinhala og kolmunna suður undir Hornhöfða.

Honum brá í brún þegar skipið kom í höfn í Argentínu fyrir skemmstu eftir 45 daga veiðiferð.

Landgangurinn var ekki settur upp, enginn úr 95 manna áhöfn skipsins mátti fara frá borði. Kosturinn var tilbúinn á hafnarbakkanum. Það átti að taka hann beint um borð, landa og halda á ný til veiða.

Geiri býr sig nú undir það að komast ekki frá borði í 4-6 mánuði samfellt ef heldur fram sem horfir.

Fiskifréttir greina frá þessu:

Það var undarleg upplifun eftir 45 daga á sjó að sjá landganginn ekki settan upp þegar við komum til hafnar. Hafnar sem var skelfilega hljóðlát. Umbúðir utan um kostinn voru sprautaðar með sótthreinsivökva. Þetta er fullkomlega súrrealískt,“ segir Geiri.

Geiri hefur verið búsettur í Nýja-Sjálandi undanfarna þrjá áratugi og verið með skip sem gerð eru út frá Ástralíu og Argentínu til veiða á tannfisk og hokinhala svo eitthvað sé nefnt. Hann er auk þess ræðismaður Íslands í Nýja-Sjálandi og framkvæmdastjóri Knarr samstæðunnar í landinu. Sigurgeir var fyrstur allra sem skipstjóri til að veiða tannfisk í troll suður við Suðurheimskautið árið 1995. Tannfiskur er álíka verðmætur og túnfiskur.

Togarinn Tai An er gerður út til veiða á hokinhala og kolmunna suður af Hornhöfða syðst í Argentínu. Úr aflanum er unnið surimi. Þegar skipið kom til hafnar í Ushuaia, syðstu hafnar Argentínu, var það með 1.210 tonn af forsnum afurðum, 190 tonn af mjöli. Aflinn var um 5.500 tonn upp úr sjó sem fékkst á 43 dögum".

Geiri Pétursson

Verið að sleppa Tai An í gær.

Tai An

Verskmiðjuskipipð Tai An sem Sigurgeir stýrir. 

Mynd af Fésbókarsíðu Sigurgeirs.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744