Bogi aðeins í gangi næstu vikurnar

Næstu vik­ur verður aðeins kveikt á ofn­in­um Boga í verk­smiðju PCC á Bakka þar sem ryk­hreinsi­virki hennar ann­ar ekki fram­leiðslu frá tveim­ur ofn­um

Bogi aðeins í gangi næstu vikurnar
Almennt - - Lestrar 289

Næstu vik­ur verður aðeins kveikt á ofn­in­um Boga í verk­smiðju PCC á Bakka þar sem ryk­hreinsi­virki hennar ann­ar ekki fram­leiðslu frá tveim­ur ofn­um á fullu afli.

Því þarf að ráðast í um­bóta­vinnu og end­ur­skipu­lagn­ingu í reyk­hreinsi­virk­inu og hefst sú vinna strax.

Þetta kem­ur fram á Fésbókarsíðu verk­smiðjunn­ar en þar segir:

Mikið hefur gengið á hjá PCC BakkiSilicon í vetur en framleiðsla hefur ekki verið eftir væntingum. Kuldi og snjómagn var að stríða okkur yfir háveturinn sem hafði mikil áhrif á hráefnin sem hafði keðjuverkandi áhrif alla leið í rykhreinsivirkið. Talið var að með hækkandi sól myndu stíflur í rykhreinsivirki hætta að myndast.

Í síðustu viku voru báðir ofnar komnir í gang og útlitið var gott. Eftir nokkurra daga rekstur á báðum ofnum þar sem báðir voru farnir að skila af sér góðum málmi og orðnir stöðugir þá stíflaðist rykhreinsivirkið aftur og slökkva þurfti á ofnum svo vinna gæti farið þar fram. 

Nú er orðið ljóst að rykhreinsivirkið annar ekki framleiðslu frá tveimur ofnum á fullu afli. Það er því nauðsynlegt að ráðast í umbótavinnu og endurskipulagningu í rykhreinsivirkinu og hefst sú vinna strax. Vegna þessa hefur verið tekin sú ákvörðun að næstu vikur verður einungis kveikt á Boga.

Þetta er gert með von um að ná stöðugri framleiðslu í lengri tíma. Á meðan fær Birta yfirhalningu svo ofninn verði tilbúinn til að fara í gang um leið og hægt er.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744