Bátar koma og fara

Kalli í Höfða ÞH 234 sigldi úr höfn á Húsavík sl. sunnudag en Sæmundur Ólason úr Grímsey hefur keypt bátinn og það sem honum fylgir. Aðalsteinn Pétur

Bátar koma og fara
Almennt - Hafþór Hreiðarsson - Lestrar 422

Kalli í Höfða á landleið á góðum sumardegi.
Kalli í Höfða á landleið á góðum sumardegi.

Kalli í Höfða ÞH 234 sigldi úr höfn á Húsavík sl. sunnudag en Sæmundur Ólason úr Grímsey hefur keypt bátinn og það sem honum fylgir. Aðalsteinn Pétur Karlsson skipstjóri og útgerðarmaður sem lést á síðasta ári fékk bátinn nýsmíðaðan frá Trefjum í september árið 2000.

 

En bátar koma og fara og innan skamms mun Galti ÞH 320 bætast í flotann en hann er samskonar bátur og Kalli í Höfða.  Það er útgerðarfyrirtækið Galti ehf.sem mun gera hann út en að því fyrirtæki stendur Aðalgeir Bjarnason fyrrum skipstjóri á Björgu Jónsdóttur ÞH 321.

Galti ÞH 320 hét upphaflega Guðrún Helga EA 85 og var smíðuð á aldarmótaárinu.


  • Steinsteypir

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744