Baldvin ÞH, nýr bátur í flotanum

Nýr bátur bættist í flota Húsvíkinga um helgina þegar Baldvin ÞH kom siglandi til heimahafnar í fyrsta skipti.

Baldvin ÞH, nýr bátur í flotanum
Almennt - - Lestrar 985

Baldvin ÞH 20.
Baldvin ÞH 20.

Nýr bátur bættist í flota Húsvíkinga um helgina þegar Baldvin ÞH kom siglandi til heimahafnar í fyrsta skipti.

Það er nýstofnað fyrirtæki, Víti ehf, sem gerir bátinn út en að því standa Sigdór Jósefsson og mágur hans Björgvin Viðarsson á Kraunastöðum.

Þetta er frumraun þeirra í útgerð en bátinn keyptu þeir frá Neskaupsstað og sigldi Sigdór skipstjóri honum heim og hafði karl föður sinn með sér í áhöfn.

Bátnum verður haldið út til strandveiða í sumar en þær máttu byrja í gær. Baldvin ÞH fór til veiða í nótt og kom að landi um miðjan dag. Aflinn frekar tregur líkt og hjá þeim sem réru í gær en strandveiðarnar fara rólega af stað.

En hvaðan kemur nafnið á bátnum sem smíðaður var á Akranesi árið 2004 ?

"Það kemur úr fjölskyldunni. Jósef langafi minn lét smíða trillubát sem fékk þetta nafn og synir hans Friðfinnur og Leifur réru bátnum til fiskjar.  Einkennsstafir og númer Baldvins var ÞH 15 en það var ekki á lausu í dag þannig að við fengum ÞH 20".  Sagði Sigdór en 640.is óskar þeim til hamingju með bátinn og velfarnaðar í útgerðinni.

 

Björgvin Krauni og Sigdór

Björgvin Viðarsson og Sigdór Jósefsson.

Baldvin ÞH 20

Baldvin ÞH kemur að landi í dag úr fyrsta róðri undir merkjum nýrra eigenda.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í stærri upplausn.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744