Baldvin Kr. Baldvinsson hlaut heiðursviðurkenningu Félags Hrossabænda

Baldvin Kristinn Baldvinsson bóndi í Torfunesi hlaut heiðursviðurkenningu Félags Hrossabænda fyrir áralangt og metnarðarfullt og fagleg starf í hrossarækt.

Baldvin Kr. Baldvinsson hlaut heiðursviðurkenningu Félags Hrossabænda
Almennt - Hafþór Hreiðarsson - Lestrar 203

Baldvin Kr. Baldvinsson. Lj. Bjarney A. Þórsdóttir
Baldvin Kr. Baldvinsson. Lj. Bjarney A. Þórsdóttir

Baldvin Kristinn Baldvinsson bóndi í Torfunesi hlaut heiðursviðurkenningu Félags Hrossabænda fyrir áralangt og metnarðarfullt og fagleg starf í hrossarækt.  

Eiðfaxi.is greinir frá þessu.

Baldvin hefur ræktað hross um fjörutíu ára skeið og úr hans ræktun hafa komið margir úrvalsgripir, en alls hafa 89 hross úr hans ræktun mætt til kynbótadóms og af þeim hafa 45 hlotið 1.verðlaun.

Það var Sveinn Steinarsson, formaður FHB, og Heiðrún Ósk Eymundsdóttir sem situr í Stjórn FHB, sem veittu Baldvini verðlaunin á uppskeruhátíð hestamanna, við dynjandi lófatak þeirra hestamanna sem í salnum voru.

Um helgina tók Baldvin einnig við Glettubikarnum fyrir Eldingu frá Torfunesi sem stendur efst heiðursverðlaunahryssa í ár auk þess að Þór frá Torfunesi var hæst dæmdi sex vetra stóðhestur ársins.

Myndband sem Félag Hrossabænda lét útbúa við tilefnið má nálgast með því að smella á vefslóðina hér fyrir neðan.

https://youtu.be/rwVc5r-1Xpk

 


  • Steinsteypir

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744