Aukasýning á Skjaldmeyjum hafsins á Skírdag

Skjaldmeyjar hafsins, sem Leikhópurinn Artik sýnir nú í samstarfi við Leikfélag Akureyrar, hefur hlotið gríðar góðar viðtökur og hefur því verið ákveðið

Aukasýning á Skjaldmeyjum hafsins á Skírdag
Fréttatilkynning - - Lestrar 280

Skjaldmeyjar hafsins, sem Leikhópurinn Artik sýnir nú í samstarfi við Leikfélag Akureyrar, hefur hlotið gríðar góðar viðtökur og hefur því verið ákveðið að bæta við sýningu á Skírdag. 

Verkið er beinheimildaverk og byggir á frásögnum sjómannskvenna á norður- og austurlandi. Sýningunni hefur verið lýst sem fallegri og einlægri, og hafa margir áhorfendur tengt vel við frásagnir og tilfinningar kvennanna þriggja sem við kynnumst í verkinu. Konurnar eru leiknar af Völu Fannell, Katrínu Mist Haraldsdóttur og Jónínu Björt Gunnarsdóttur, og gefa þær áhorfendum innsýn í hversdagsleika af ólíkum toga.

Verkið hefur hlotið jákvæða gagnrýni fjölmiðla en úr gagnrýni Vikudags segir m.a.: „Mér fannst hver um sig vera að segja mér persónulega frá ævi sinni og áföllum, draumum og daglegu amstri og mér væri sérstaklega ætlað að leggja við hlustir. […] Frásagnir þessara baráttukvenna vekja hugsanir sem fylgdu mér heim og fylgja enn.“ (Vikudagur 11. apríl 2019).

Þá fannst gagnrýnanda Morgunblaðsins sýningin áhrifamikil og hefði viljað sjá meira: „Sýningin er ekki nema um klukkutími að lengd en ég hefði viljað sitja lengur og fá að vita meira. Það hljóta að vera meðmæli með sýningu að maður verði vonsvikinn að hún sé ekki lengri.“ (Morgunblaðið 3. apríl 2019).

Sýningin á Skírdag verður síðasta sýningin og hefst hún kl. 20.00 í Samkomuhúsinu á Akureyri.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744