8. nóvember er alþjóðlegur forvarnardagur gegn einelti

Í dag, 8. nóvember er alþjóðlegur forvarnardagur gegn einelti líkt og ár hvert.

8. nóvember er alþjóðlegur forvarnardagur gegn einelti
Almennt - Hafþór Hreiðarsson - Lestrar 111

Nemendur mynduðu orðin Einelti nei takk.
Nemendur mynduðu orðin Einelti nei takk.

Í dag, 8. nóvember er alþjóðlegur forvarnardagur gegn einelti líkt og ár hvert.

Nemendur Borgarhólsskóla klæddust grænu með vísan í græna karlinn en hann er verndari í Eineltishring Olweusar.

Hann stígur upp og mótmælir einelti og stendur með þeim sem eru lagðir í einelti.

Nemendur hittust við gamla andyri skólans og gengu fylktu liði í gegnum bæinn að Húsavíkurkirkju þar sem neðsta hluta Stóragarðs hafði verið lokað.

Þar stóðu nemendur saman og höfnuðu einelti með því að mynda orðin; EINELTI, NEI TAKK. Nemendur sungu síðan saman skólasönginn áður en gengið var aftur upp í skóla.

Í tilefni af forvarnardeginum mun Forvarna,- og fræđslustarfið ÞÚ skiptir máli í Norðurþingi standa fyrir opnu húsi í Bjarnahúsi kl 20:00. Þar verður tónlistar og fræðsludagskrá gegn einelti.

Einelti nei takk

Ljósmynd Gaukur Hjartarson.

Einelti nei takk

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í stærri upplausn.


  • Steinsteypir

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744