Vlsungur hirti ll verlaunin - Dejan & Dragan bestir, Hrannar efnilegastur og rr lii rsins

Kngarnir okkar voru heirair vi mikinn veislufgnu rillu Grillunni mib Reykjavkur um helgina ar sem vinslasta knattspyrnuvefsa landsins,

Kóngarnir okkar voru heiðraðir við mikinn veislufögnuð á Úrillu Górillunni í miðbæ Reykjavíkur um helgina þar sem vinsælasta knattspyrnuvefsíða landsins, fotbolti.net, veitti verðlaun fyrir afrek sumarsins í 1 og 2.deild 2012.


Græni Herinn var að sjálfsögðu á staðnum en það var ljóst fyrir kvöldið að meistararnir ættu marga fulltrúa sem að færu upp á svið þetta kvöldið eftir frábært tímabil.

Völsungar gjörsamlega áttu kvöldið og hirtu öll verðlaun sem að í boði voru. Besta þjálfarann, Besta leikmanninn, Efnilegasta leikmanninn og við áttum þrjá í liði ársins. Hér fyrir neðan má lesa nánar um verðlaunin.

Þjálfari ársins: Dragan Stojanovic - Völsungur
Dragan tók við Húsvíkingum síðastliðinn vetur eftir að hafa gert góða hluti með kvennalið Þór/KA undanfarin ár. Völsungi var spáð níunda sæti fyrir tímabilið en Dragan náði mögnuðum árangri með liðið sem sigraði á endanum deildina. Dragan fékk Dejan Pesic og Marko Blagojevic frá heimalandi sínu Serbíu og þeir áttu mikinn þátt í mögnuðu gengi Húsvíkinga sem fengu einungis fjögur mörk á sig á heimavelli í sumar.

Leikmaður ársins: Dejan Pesic - Völsungur
Dejan Pesic lék á sínum tíma með Rauðu Stjörnunni í Meistaradeildinni og hæfileikar hans komu í ljós í sumar. Völsungur fékk fæst mörk á sig í 2. deildinni í sumar og Dejan varði oft á tíðum frábærlega í markinu. Þessi reynslubolti er án efa einn besti markvörðurinn sem spilaði á Íslandi í ár.

Efnilegastur: Hrannar Björn Steingrímsson - Völsungur
Þrátt fyrir að vera einungis tvítugur að aldri var Hrannar fyrirliði hjá toppliði Völsungs. Eftir að hafa misst af byrjun mótsins vegna meiðsla kom Hrannar sterkur inn og leiddi Húsvíkinga upp um deild. Hrannar var öflugur á miðjunni og skoraði sex mörk í sumar en hann skoraði meðal annars magnað mark beint úr aukaspyrnu í lokaumferðinni gegn Njarðvík.
Aðrir Völsungar sem fengu atkvæði sem efnilegastur: Hafþór Mar Aðalgeirsson (Völsungur) & Ásgeir Sigurgeirsson (Völsungur).

hbskinga

Völsungur á þrjá fulltrúa í liði ársins en þeir Hrannar Björn Steingrímsson, Marko Blagojevic og Dejan Pesic voru valdir í lið ársins í 2.deild og Halldór Fannar er á bekknum en hér fyrir neðan má sjá lið ársins í heild sinni hjá fotbolti.net

lidarsins
Varamannabekkur: Beitir Ólafsson (HK), Aron Bjarnason (HK), Tómas Agnarsson (KV), Hermann Albertsson (Dalvík/Reynir), Halldór Fannar Júlíusson (Völsungur), Birgir Magnússon (HK), Grétar Hjartarson (Reynir S.)

Aðrir Völsungar sem fengu atkvæði: Gunni Siggi, Sveinbjörn Már, Stefán Jón og Hafþór Mar.

Um helgina fóru Hrannar Björn fyrirliði Völsungs og Rafnar í útvarpsþátt fótbolti.net og með því að smella á linkinn hér fyrir neðan er hægt að hlusta á það en viðtalið við Völsungana byjar á 39:00 mínútu.
Hrannar & Rafnar í viðtali - fótbolti.net (HLUSTA)

stemmari

Græni Herinn óskar öllum innilega til hamingu með verðlaunin, þið eigið þetta svo sannarlega skilið KÓNGAR!


Athugasemdir

  • Herna

Ingvar Bjrn-Rafnar Orri- Bjarki Breifjr