Völsungi spáđ falli hjá fótbolti.net - 11.sćti

Fótbolti.net kynnir liđin sem leika í 1. deild í sumar eitt af öđru eftir ţví hvar ţeim er spáđ. Viđ fengum alla fyrirliđa og ţjálfara í deildinni til ađ

Völsungi spáđ falli hjá fótbolti.net - 11.sćti
Íţróttir - Rafnar Orri Gunnarsson - Lestrar 313 - Athugasemdir ()

Fótbolti.net kynnir liðin sem leika í 1. deild í sumar eitt af öðru eftir því hvar þeim er spáð. Fengnir voru allir fyrirliðar og þjálfarar í deildinni til að spá fyrir sumarið og fengu liðin því stig frá 1-11 eftir því en ekki var hægt að spá fyrir sínu eigin liði.

11. Völsungur
Heimasíða: Græni herinn
Lokastaða í fyrra: 1. sæti í 2. deild

Völsungur vann 2. deildina í fyrra. Mikið líf og fjör var kringum liðið og er ljóst að stemningin getur fleytt Húsavíkurliðinu ansi langt. Liðið hefur ekki riðið feitum hesti frá leikjum undirbúningstímabilsins og spáð er að þeir muni falla beint niður aftur ásamt hinum nýliðum 1. deildar.

Þjálfarinn: Dragan Stojanovic tók við Völsungi fyrir síðasta tímabil en hann hafði þá verið þjálfari kvennaliðs Þórs/KA. Völsungi var spáð níunda sæti 2. deildar en Dragan fékk öfluga leikmenn til liðsins og niðurstaðan varð óvænt sigur í deildinni á hans fyrsta tímabili með liðið.

1

Hvað segir Garðar Gunnar? Garðar Gunnar Ásgeirsson er álitsgjafi síðunnar um 1. deild karla. Garðar hefur verið sérfræðingur Fótbolta.net um neðri deildirnar síðustu ár. Hann er fyrrum þjálfari Leiknis í Breiðholti.

Styrkleikar: Völsungur hefur sterkan heimavöll, góða erlenda leikmenn, góða/efnilega heimamenn og góðan þjálfara sem veit alveg hvað hann er að gera. Það kemur mér persónulega á óvart að þeim sé spáð falli, ég held að þeir muni halda sér. Það var sterkt að fá Guðmund Óla Steingrímsson, heimamann sem kemur með mikla reynslu í liðið.

Veikleikar: Munurinn á milli 1. og 2. deildar er gríðarlega mikill. Þeir gætu lent í smá vandræðum vegna þess. Þeir verða að átta sig á gæðamuninum milli þessara deilda. Liðið fékk nokkra skelli á undirbúningstímabilinu og spurning hvaða áhrif það hefur á sjálfstraustið.

2

Lykilmenn: Dejan Pesic, Guðmundur Óli Steingrímsson, Hrannar Björn Steingrímsson.

Gaman að fylgjast með: Húsvíkingar hafa talað um Dejan Pesic sem besta markvörð landsins og það verður spennandi að sjá hann í sumar. Völsungur hefur í gegnum tíðina búið til fjölda góðra fótboltamanna. Hafþór Mar Aðalgeirsson og Ásgeir Sigurgeirsson eru efnilegir leikmenn sem gætu náð langt.

Líklegt byrjunarlið í upphafi móts:


Komnir:
Guðmundur Óli Steingrímsson frá KA
Péter Odrobéna frá Ungverjalandi
Halldór Orri Hjaltason frá Þór (lán)

Farnir:
Bjarki Þór Jónasson í SönderjyskE
Milan Pesic
Aðalsteinn Jóhann Friðriksson hættur
3

Fyrstu leikir Völsungs:
9. maí: Völsungur - BÍ/Bolungarvík
18. maí: Tindastóll - Völsungur
25. maí: Völsungur - Leiknir

Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. ?
7. ?
8. ?
9. ?
10. ?
11. Völsungur 43 stig
12. KF 33 stig

Viðtal við Dragan á fótbolti.net

Athugasemdir

  • Herna

Ingvar Björn-Rafnar Orri- Bjarki Breiđfjörđ