Völsungur vann KA2 í Kjarnafćđismótinu

Völsungur mćtti KA2 í Kjarnafćđismótinu í gćrkvöldi en leikurinn átti ađ fara fram síđasta sunnudag en var ţá frestađ. Leikurinn var lítiđ fyrir augađ og

Völsungur vann KA2 í Kjarnafćđismótinu
Íţróttir - Ingvar Björn Guđlaugsson - Lestrar 693 - Athugasemdir ()

Stuđ í klefanum!
Stuđ í klefanum!

Völsungur mætti KA2 í Kjarnafæðismótinu í gærkvöldi en leikurinn átti að fara fram síðasta sunnudag en var þá frestað. Leikurinn var lítið fyrir augað og endaði hann með 2-1 sigri Völsunga. Mörk Völsungs gerðu Mark Lavery og Guðmundur Óli Steingrímsson

Þó nokkuð var um ný andlit í liði okkar manna þetta miðvikudagskvöld. Guðmundur Magnússon, Þórsari fæddur árið 1992, stóð í markinu en Hjörtur sem hefur spilað þetta mót með okkur meiddist nú nýlega. Mark Lavery spilaði þennan leik einnig en hann er Bandaríkjamaður sem kom hingað til lands í leit að fótboltaliði og fékk þarna tækifæri til þess að sýna sig og sanna. Byrjunarlið var svohljóðandi: Guðmundur, Sindri, Mark, Gunni Siggi, Sigvaldi, Péter, Guðmundur Óli, Arnþór, Eyþór, Bergur, Bjarki Lúlla. Varamenn sem inná komu voru þeir Bergþór Atli, Benedikt Þór, Sigurjón Hreiðars, Gauti Freyr og Halldór Kára.

Umfjöllun er frá kdn:
Völsungur og KA2 áttust við í Kjarnafæðideildinni í Boganum í gærkvöldi. Strax á 3 mínútu kom fyrsta færið. Guðmundur Óli átti þá háa sendingu inn á teig KA þar sem Peder Odrobena fær boltann við endalínu, hann sendir boltann á fjærstöng og þar er mættur Mark Levery sem skallar boltann í fjærhornið hjá KA. Staðan orðin 1-0. 

Á 14 mínútu á Jakob fínan sprett upp hægri kantinn, hann sendir boltann fyrir markið á Svein Helga Karlsson sem klárar færið framhjá Guðmundi í markinu hjá Völsung. 1-1 

Á 31 mínútu á Mark Levery slæma sendingu sem Ævar kemst inní, hann leikur á markvörðinn en skot hans er ekki gott og Mark nær að bæta fyrir mistök sín og bjargar á línu. Þarna hefðu KA getað náð forystu. 

Völsungar fá hornspyrnu sem Arnþór tekur. Ágætis spyrna inn á teig. KA menn ná að verjast og koma boltanum út fyrir teig en þar tekur Guðmundur Óli við boltanum snýr á varnarmann KA og á skot sem hefur viðkomu í KA manni og þaðan í netið. Völsungar leiða í hálfleik 2-1. 

Í seinni hálfleik mættu KA menn mun beittari til leiks og voru betri aðilinn. Á 63 mínútu átti Jakob gott skot sem stefndi í markvinkilinn en Guðmundur gerði vel í markinu og bjargaði í horn. Þeir áttu síðan nokkur ágætis færi til að jafna en Guðmundur stóð vaktina vel. Leik lokið með sigri Völsungs 2-1. 

Áhorfendur um 40 
Maður leiksins: Guðmundur Óli Steingrímsson (Völsungur)


Athugasemdir

  • Herna

Ingvar Björn-Rafnar Orri- Bjarki Breiđfjörđ