Umfjllun: Valsmenn heimskn Boganum

Vlsungar fengu Val heimskn Bogann snum rija leik A-deild Lengjubikarsins. Eftir miki kjaftshgg sustu helgi egar lii heimstti A fengu

Umfjllun: Valsmenn heimskn Boganum
rttir - Ingvar Bjrn Gulaugsson - Lestrar 747 - Athugasemdir ()

Völsungar fengu Val í heimsókn í Bogann í sínum þriðja leik í A-deild Lengjubikarsins. Eftir mikið kjaftshögg síðustu helgi þegar liðið heimsótti ÍA fengu menn tækifæri til þess að rétta úr kútnum.


Byrjunarlið:
Dejan Pesic, Sveinbjörn Már, Peter Odrobéna, Gunnar Sigurður, Sigvaldi Þór, Pétur Ásbjörn, Bergur, Guðmundur Óli, Sindri, Hrannar Björn (f), Ásgeir Sigurgeirs.

Bekkurinn: Hafþór Mar, Eyþór, Gauti Freyr, Bergþór Atli, Bjarki Freyr og Halldór Kára.

Til að byrja með mátti greinilega sjá að liðið hafði fengið stóran skell nýlega. Menn voru stressaðir og virkaði eins og menn væru hræddir um að fá á sig mark snemma. Dejan varði vel snemma leiks og eftir hornspyrnu bjargaði Bergur á línu. Eftir að menn höfðu "lifað af" fyrsta korterið kom meiri ró í menn og leikur liðsins batnaði. Valsarar voru meira með boltann en náðu ekki að skapa sér afgerandi færi og skot þeirra úr þröngum stöðum rötuðu ekki á markið. 

Guðmundur Óli átti tvö skot sem stoppuðu á varnarmönnum gestanna áður en hann náði í aukaspyrnu rétt utan teigs sem Hrannar bróðir hans skaut yfir markið. 

Þegar leit út fyrir að liðið myndi komast inn í hálfleikinn með jafntefli brustu þær vonir skyndilega. Gestirnir fengu hornspyrnu og hár bolti kom inn á miðjan vítateig þar sem Matarr Jobe stökk manna langhæst og átti þrumuskalla í markið. Ég sá ekki nógu vel hvað gerðist í teignum en annað hvort sveif hann svona hrikalega hátt yfir alla aðra eða þá að menn misstu af honum í dekkningunni. Engu að síður mark og staðan 0-1 í hálfleik.

Seinni hálfleikur byrjaði illa en strax eftir mínútuleik skoraði Arnar Sveinn Geirsson laglegt mark. Lagði boltann fyrir sig með kassanum og þrumaði innanfótar skoti í vínkilinn. 2-0 og róðurinn þungur.

Leikurinn jafnaðist aðeins meira út. Við lokuðum betur á Valsara og náðum markvissari skyndisóknum þótt færin væru fá. Á 71.mínútu fengu Valsarar svo vítaspyrnu eftir að Þórir Guðjónsson fór niður í teignum. Hann fór sjálfur á punktinn og sendi Dejan Pesic í vitlaust horn. Í kjölfarið kom Eyþór Trausta inn á í stað Bergs og hjá Völsurum kom Völsungurinn Halldór Geir Heiðars (Donni, ég veit ekki afhverju ég skrifa annað en Donni!) inn á. Odrobéna varð svo fyrir hnjaski og Hafþór Mar kom inn á í sínum fyrsta leik þetta undirbúningstímabilið en hann hefur verið að jafna sig af meiðslum. Mjög gott að fá Haffa inn í þetta á nýjan leik.

Fljótlega skoruðu þó Valsarar eftir laglegt spil inn í okkar teig og staðan orðin 4-0 með lítið til stefnu. 

Hrannar Björn (og við hinir) vildi fá vítaspyrnu þegar hann féll við í teig Valsara skömmu síðar en Þóroddur Hjaltalín var  ekki á því að dæma hana. Boltinn barst til Ásgeirs sem var tvívegis tekinn niður rétt fyrir utan teiginn og fengum við þá aukaspyrnu. Hrannar tók hana og setti rétt framhjá markinu. 

Strax í næstu sókn lék Guðmundur Óli inn á teig og var tekinn niður og fékk vítaspyrnu. Guðmundur fór sjálfur á punktinn en Ásgeir Þór í marki Valsara varð spyrnu hans. Guðmundur hefur oft tekið betri spyrnur en þetta en hann klikkar ekki aftur í bráð af svona færi!

Leikurinn fjaraði svo út og lokatölur því 4-0.

Leikur okkar liðs batnaði eftir því sem á leið og við fórum að loka betur á gestina. Valsarar búa yfir sterku liði sem hikaði ekki við að gera árás á okkur en við héldum haus mun betur en í síðasta leik. Við fengum engin afgerandi dauðafæri en máttum á köflum fara betur með skyndisóknir okkar. Það var ljóst að við bjuggum ekki yfir jafn augljósum gæðum og andstæðingur okkar en það vantar enn meiri yfirvegun í marga okkar, þá sérstaklega á boltanum. Við höfum unnið okkur inn rétt til þess að spila í þessari A-deild og því megum við alveg bera minni virðingu fyrir andstæðing okkar. 

Það er gríðarmikið sem Guðmundur Óli færir okkar liði, spilanlega og með öryggi á boltanum. Í dag lágu andstæðingar okkar þó töluvert á okkur og sóttum við því á fáum mönnum sem því miður gekk ekki alveg upp. Við vörðumst þó mun betur sem lið heldur en í síðasta leik.

Nú höfum við lokið þremur leikjum gegn Pepsi-deilarliðum í Lengjubikarnum. Árangurinn er 1 stig og fyrirfram er það jafnvel meira en við var búist af okkur. Allir leikirnir hafa verið lærdómsríkir og held ég að þessi reynsla muni nýtast okkar unga liði svo lengi sem menn taka því rétt að tapa. Næsti leikur er svo gegn Víkingi Reykjavík sunnan heiða næsta föstudag. Víkingur er með okkur í 1.deildinni og verður gaman að sjá þann andstæðing samanborið við hina.

Sá leikur hefst kl.18.00 á Víkingsvelli og hvetjum við okkar fólk í borginni til þess að mæta á leikinn.

ÁFRAM VÖLSUNGUR!

1

2

3

4

Tengdar greinar:
Viðtal við Berg og Sveinbjörn - Svipmyndir og mörkin úr leiknum gegn Val


Athugasemdir

  • Herna

Ingvar Bjrn-Rafnar Orri- Bjarki Breifjr