Umfjöllun: Tap í fyrsta leik meistaraflokks karla á gervigrasvellinum

Völsungar mćttu Breiđablik á nýja gervigrasvellinum á Húsavík í Lengjubikar karla í dag. Segja má ađ völlurinn sé algjör bylting fyrir knattspyrnuiđkendur

Umfjöllun: Tap í fyrsta leik meistaraflokks karla á gervigrasvellinum
Íţróttir - Ingvar Björn Guđlaugsson - Lestrar 821 - Athugasemdir ()

Völsungar í vörn
Völsungar í vörn

Völsungar mættu Breiðablik á nýja gervigrasvellinum á Húsavík í Lengjubikar karla í dag. Segja má að völlurinn sé algjör bylting fyrir knattspyrnuiðkendur á Húsavík en þetta er fyrsti æfingarleikur Völsunga á Húsavík síðan 1996. Marko Blagojevic kom til landsins í vikunni og fékk leikheimild í gær svo hann gat verið með.

Dejan Bozisic fékk ekki leikheimild í tæka tíð og þurfti því að sitja hjá. Eins var Sigvaldi Þór Einarsson í banni eftir rautt spjald gegn Víkingi R. Elfar Árni Aðalsteinsson mætti Völsungi í fyrsta skiptið.

Byrjunarliðið Völsungs: Dejan Pesic, Sveinbjörn Már, Gunni Siggi, Marko, Bergur, Pétur Ásbjörn, Odrobéna, Guðmundur Óli, Sindri, Hrannar Björn (f) og Ásgeir. 

Varamannabekkur; Bjarki Freyr, Halldór Kára, Hafþór Mar, Eyþór, Hilmar Más og Bergþór Atli.

Völsungar spiluðu varfærnislega til að byrja með og héldu vel. Breiðabliksmenn voru meira með boltann og reyndu mikið að komast upp kantana. Vörnin stóð vel og Dejan Pesic varði það sem mætti á rammann.

gummi

Guðmundur Óli átti hörkuskot frá vítateig sem endaði í varnarmanni og Ásgeir Sigurgeirs skallaði í hliðarnetið eftir hornspyrnu. Það voru okkar ákjósanlegustu færi í fyrri hálfleik en við sóttum á fáum mönnum. 

Það var svo á 42.mínútu sem að fyrsta markið leit dagsins ljós. Guðjón Pétur Lýðsson fékk boltann á miðjunni, stakk honum á milli varnarmanna á Andra Rafn Yeoman sem laumaði boltanum snyrtilega framhjá Dejan Pesic. 1-0 fyrir Breiðablik og voru það hálfleikstölur. Gríðar svekkjandi að fara undir inn í hálfleikinnn

sveini

Í upphafi seinni hálfleiks sluppu Blikar með skrekkinn. Hreinsun varnarmanns í rassgatið á miðjumanni, boltinn inn fyrir og Ásgeir var örlítið á undan Gunnleifi markverði í boltann. Ásgeir þrumaði boltanum í Gunnleif og þaðan fór hann upp í loft þar sem varnarmenn komu honum örugglega frá rétt fyrir framan markið.

2

Á 65.mínútu fengu Blikar víti en boltinn fór þá í hendi Gunna Sigga innan teigs. Sverrir Ingi Ingason fór á punktinn og tók fasta spyrnu í markhornið. Vel tekin spyrna og staðan orðin 2-0. Í kjölfarið kom Hafþór Mar inn á í stað Gunna Sigga og mikil tilfærsla varð á stöðum í liðinu.

haffi

Elfar Árni gerði sína gömlu liðsfélaga brjálaða er hann slapp í gegn og átti skot sem Dejan Pesic varði til hliðar. Elfar náði boltanum aftur og skoraði en Völsungar vildu meina að boltinn hafði farið út fyrir. Elfar þó á öðru máli og kláraði bara sitt færi. 3-0. Halldór Kárason og Eyþór Traustason komu inn á í stað Péturs Ásbjörns og Sindra Ingólfs.

hrannar

Elfar Árni gerði síðan óþarfa annað mark er hann skoraði eftir fyrigjöf og kom Blikum í 4-0 þegar skammt var til leiksloka. 

Hrannar Björn klóraði í bakkann fyrir Völsunga áður en yfir lauk en við fengum aukaspyrnu á vítateigsboganum. Hrannar hafði áður klikkað á tveimur aukaspyrnum en allt er þegar þrennt er eins og maðurinn sagði. Hann kom boltanum vel yfir vegginn og setti hann í vinstra hornið, óverjandi fyrir Gunnleif Gunnleifsson. Fleiri mörk voru ekki skoruð og lokastaðan því 1-4.

hskorar

Fjórða tapið í röð staðreynd og liðið fékk á sig fjögur mörk. Glasið er þó alltaf hálffullt hjá Bjössa litla og það var mikil bæting á liðinu frá því sem áður var. Nærvera Marko Blagojevic færir liðinu mun meira öryggi. Við vorum þó í eltingarleik í dag eins og áður gegn þessum stærri liðum en virkuðum skipulagðari en áður. Þungir fætur eftir erfitt æfingaplan undanfarna daga virtust þó segja til sín á þungum vellinum þegar á leið. 

hbs

Enn erum við þó að glíma við það að missa hausinn í svekkelsi og pirra okkur á öðru en boltanum sjálfum. Það leiðir til þess að við missum hausinn og eigum mun erfiðara með leikinn strax í kjölfarið á marki og "leyfum" annað mark í kjölfarið. Gott þó fyrir okkur að fá mark í leik okkar í dag og það er vonandi að við klárum þennan lengjubikar með sæmd! ÁFRAM VÖLSUNGUR!

Hér má sjá viðtöl við Hrannar Björn fyrirliða Völsungs og Elfar Árna.




Athugasemdir

  • Herna

Ingvar Björn-Rafnar Orri- Bjarki Breiđfjörđ