Umfjllun: Tap gegn rsurum annari umfer Kjarnafismtsins

Vlsungur tapai 3-0 gegn r Boganum um helgina er nnur umfer Kjarnafismtsins fr fram. Jhann rhallsson reyndist okkar mnnum erfiur en hann

Umfjllun: Tap gegn rsurum annari umfer Kjarnafismtsins
rttir - Rafnar Orri Gunnarsson - Lestrar 696 - Athugasemdir ()

Fr leik lianna um helgina
Fr leik lianna um helgina

Völsungur tapaði 3-0 gegn Þór í Boganum um helgina er önnur umferð Kjarnafæðismótsins fór fram. Jóhann Þórhallsson reyndist okkar mönnum erfiður en hann skoraði öll mörk leiksins. Ungt lið Völsungs átti þó fína spretti og liðið að ná vetrarhrollinum úr sér. Tveir lánsmenn voru fengnir til þess að spila leikinn með okkur en þeir Hjörtur Geir og Larsi Óli Jessen úr Magna stóðu sig vel.

Hér fyrir neðan má lesa umfjöllun og sjá myndband frá leiknum með öllum helstu atvikum leiksins sem flameboy pro tók saman.

Byrjunarlið Völsungs: Hjörtur Geir Heimisson (Heimir Pálsson '87), Sindri Ingólfsson (Halldór Kárason '87), Gunnar Sigurður Jósteinsson, Sigvaldi Þór Einarsson, Bergur Jónmundsson, Eyþór Traustason, Arnþór Hermannsson, Lars Óli Jessen, Hrannar Björn Bergmann Steingrímsson (Gauti Freyr Guðbjartsson '87), Bjarki Freyr Lúðvíksson (Benedikt Þór Jóhannsson '86), Ásgeir Sigurgeirsson (Hilmar Másson '54).

Völsungar byrjuðu leikinn vel og kraftur í drengjunum í upphafi leiks. Ásgeir Sigurgeirsson var líflegir og gaf varnarmönnum Þórsara engan frið. Það skilaði sér fljótlega en þá vann hann boltann af bakverði Þórs og kom sér í góða stöðu á vítateigslínunni en skot hans varið. Stuttu síðar fá Þórsarar dauðafæri en Hjörtur Geir í markinu varði vel skotið frá Sveini Elíasi.

Á 35 mínútu kom fyrsta mark leiksins en það skoraði Jóhann Þórhallsson sem átti eftir að koma meira við sögu í leiknum. Þórsarar unnu boltann eftir aukaspyrnu frá okkur, brunuðu fram í skyndisókn og Jóhann kláraði færið sitt, 1-0 og þannig var staðan í hálfleik.

JGS
Þessi ungi herramaður, Jakob Gunnar Sigurðsson, var lang flottastur í Boganum enda klæddur í einkar fallegan bol.

Annað mark leiksins kom svo á 62 mínútu og þar var Jóhann Þórhallsson aftur að verki en hann afgreiddi boltann yfir Hjört markvörð Völsungs og í netið eftir að hafa sloppið í gegn aftur, 2-0 og Völsungar að brotna. Þórsarar héldu áfram að sækja og tveim mínútum síðar fékk Sigurður Marinó gott færi en skallaði framhjá. Þórsarar fengu svo víti stuttu síðar eftir að dæmt var á brot Sigvalda Þórs, menn geta séð brotið á myndbandinu hér fyrir neðan og það má deila um hvort brotið hafi átt sér stað fyrir utan eða innan teigs. Jóhann Þórhallsson fór á vítapunktinn og skoraði örugglega, 3-0 og það urðu lokatölur í Boganum þetta kvöldið.

Hrannar Björn og Ásgeir Sigurgeirs voru flottir og þá sérstaklega í fyrrihálfleiknum, Hjörtur Geir varði vel í rammanum og hélt okkar mönnum oft inn í leiknum með góðum vörslum. Lars Óli var duglegur og sýndi fína takta sem og Sindri Ingólfs sem bjargaði meðal annars tvisvar frábærlega, í eitt skiptið á línu. Menn eru að hrista af sér vetrardrauginn og þetta er allt á réttri leið. Það vantaði vissulega marga sterka leikmenn í okkar lið þetta kvöldið og miðað við það getum við alveg verið sáttir við niðurstöðuna. Næsti leikur liðsins er næsta sunnudag en þá mæta strákarnir Þór2 í Boganum kl.15:15 í þriðju umferð mótsins.

Áhorfendur: 75


Athugasemdir

  • Herna

Ingvar Bjrn-Rafnar Orri- Bjarki Breifjr