Umfjllun: Kjaftshgg Skaganum

Vlsungar spiluu sinn annan leik Lengjubikarnum gr er eir heimsttu rvalsdeildarli A. Eftir flotta frammistu gegn Fram fyrsta leik bau

Umfjllun: Kjaftshgg Skaganum
rttir - Ingvar Bjrn Gulaugsson - Lestrar 784 - Athugasemdir ()

Bartta um boltann
Bartta um boltann

Völsungar spiluðu sinn annan leik í Lengjubikarnum í gær er þeir heimsóttu úrvalsdeildarlið ÍA. Eftir flotta frammistöðu gegn Fram í fyrsta leik bauð liðið upp á allt annað í gær og fékk rosalegt kjaftshögg. 7-0 tap var niðurstaðan.

Byrjunarlið okkar var svohljóðandi; Dejan Pesic, Sveinbjörn Már Steingrímsson, Gunnar Sigurður Jósteinsson, Péter Odrobéna, Sigvaldi Þór Einarsson, Pétur Ásbjörn Sæmundsson, Guðmundur Óli Steingrímsson, Arnþór Hermannsson, Sindri Ingólfsson, Hrannar Björn Steingrímsson (f) og Ásgeir Sigurgeirsson. Á bekknum voru þeir; Bergur Jónmundsson, Bjarki Freyr Lúðvíksson, Eyþór Traustason, Benedikt Þór Jóhannsson, Halldór Kárason, Gauti Freyr Guðbjartsson og Hafþór Mar Aðalgeirsson.

Leikurinn var ekki gamall þegar fyrsta ákjósanlega færi okkar leit dagsins ljós. Eftir skemmtilega sókn lagði Hrannar boltann út á Arnþór sem kom aðvífandi að teiglínu en skot hans fór yfir markið. Á 6.mínútu fengu heimamenn vítaspyrnu, vægast sagt ódýra. Úr henni skoraði Jóhannes Karl Guðjónsson. Stuttu síðar fengu þeir enn ódýrari vítaspyrnu sem Dejan Pesic varði. Annað mark skagamanna kom fljótlega eftir það eftir vel útfærða aukaspyrnu og þá var hausinn á okkar mönnum farinn, bæði pirringur út í dómarann og svekkelsi.yfir markið.  en skot hans fins ljrsta urstaðan.am

Heimamenn bættu þriðja markinu við fyrir hlé sem var vafasamt. Sóknarmaður þeirra tók sénsinn og sprettaði inn fyrir en fékk ekki sendinguna. Var hann því fyrir innan þegar miðjumaður átti skot að marki sem endaði í framherjanum sem gaf svo fyrir markið og lagði upp á samherja sinn sem kláraði. 3-0 og var það staðan í hálfleik.

Skagamenn slökuðu ekkert á og keyrðu og keyrðu á okkar drengi í seinni hálfleik. Endaði það með markasúpu og lokatölur því 7-0.

Um leikinn þarf ekki að hafa mörg orð, menn geta allir spilað mikið betur en þeir gerðu og munu vonandi gera það fljótlega. Þrjár vikur liðu á milli leikja hjá liðinu og menn voru bara ekki nærri tempói andstæðingsins. Við áttum ágætis sóknir en allavega tvö marka þeirra koma eftir að við klúðrum mjög góðu færi og þeir komast fram í sókn og skora. Refsa okkar mistökum með marki einhverjum 20 sekúndum seinna. Svo virtist sem við höfðum ekki trú á sjálfum okkur og það var lítill baráttuvilji. Með því á ég við að menn voru ekki tilbúnir í að selja sig jafn dýrt og í síðasta leik gegn Fram.

Við virkuðum sprungnir töluvert snemma og það er svosem fátt annað hægt að segja en að við fengum duglegt kjaftshögg. Það er bara eitt svar við því, að menn bíti í skjaldarrendur og mæti eins og menn til leiks gegn Val. Það er hellingur sem liðið getur lært fram að Íslandsmóti í þessum leikjum gegn stærri liðum úr úrvalsdeild. Menn mega þó ekki gefast upp þegar á móti blæs og síður en svo láta höfuðið fara þótt menn séu ósáttir við ákvörðun dómarans. Í gær misstum við okkur við mótlætið í staðinn fyrir að standa vindinn og það kemur vonandi ekki fyrir aftur.

Næsti leikur er gegn Val í Boganum næsta sunnudag, 17.mars. Leikurinn hefst kl.16.00 og við hvetjum alla Völsunga til þess að mæta í Bogann og hvetja okkar menn til sigurs í erfiðum og vonandi spennandi leik. ÁFRAM VÖLSUNGUR!


Athugasemdir

  • Herna

Ingvar Bjrn-Rafnar Orri- Bjarki Breifjr