Umfjllun: Gumundur li stui gegn r2 Kjarnafismtinu

r2 og Vlsungur ttust vi riju umfer Kjarnafimtsins knattspyrnu dag en leikurinn fr fram Boganum. Klingenberginn spilai me grnum

Umfjllun: Gumundur li stui gegn r2 Kjarnafismtinu
rttir - Rafnar Orri Gunnarsson - Lestrar 715 - Athugasemdir ()

Gummi var frbr  leiknum
Gummi var frbr leiknum

Þór2 og Völsungur áttust við í þriðju umferð Kjarnafæðimótsins í knattspyrnu í dag en leikurinn fór fram í Boganum. Klingenberginn spilaði með grænum í dag en Pétur Ásbjörn ásamt Reyni Má úr Fjölni spiluðu með Völsungi í leiknum og stóðu sig báðir með prýði. Gummi Óli var í stuði, skoraði tvö mörk og lagði upp eitt en auk hans skoruðu Hrannar Björn fyrirliði sem klíndi boltanum í slá og inn úr aukaspyrnu og Arnþór Hermannsson. 4-2 lokatölur og góður sigur hjá strákunum. Hér fyrir neðan má lesa umfjöllun um leikinn.

Jafnræði var með liðunum framan af leik en Völsungar voru aftur á móti mun hættulegri þegar þeir nálguðust vítateig andstæðinganna. Eftir 15 mínútna leik kom Guðmundur Óli Steingrímsson, sem lék með KA síðastliðið sumar, Völsungi yfir. Hann fékk stungusendingu innfyrir vörn Þórsara og lék framhjá markverði Þórs sem kom út á móti honum að vinstra vítateigshorninu. Þaðan lyfti Guðmundur boltanum snyrtilega í nærhornið, 1-0.

kling
Klingenberginn var mættur til leiks í dag og spilaði á miðjunni

Á 41. mínútu komast Völsungar upp að endamörkum við mark Þórs og hættuleg þversending fyrir markið fer framhjá öllum varnarmönnum Þórs. Við fjærstöngina stóð Arnþór Hermannsson og lagði boltann í autt markið, 2-0.

Það var síðan á 45. mínútu sem Hrannar Björn Steingrímsson kom Völsungi í 3-0 með glæsilegu marki beint úr aukaspyrnu - sláin inn. Óverjandi fyrir Hristo Slavkov í marki Þórsara.

hrannar
Hrannar Björn Bergmann fyrirliði skoraði glæsilegt mark úr aukaspyrnu

Þórsarar komu mun beittari til leiks í síðari hálfleik og voru meira með boltann allan hálfleikinn. Á 57. mínútu minnkaði Róbert Logi Kristinsson muninn í 3-1. Hann átti þá fastan skalla í stöng eftir sendingu frá hægri, náði frákastinu og renndi boltanum yfir marklínuna.

Sókn Þórsara bar svo aftur árangur á 85. mínútu. Þá skoraði Rúnar Freyr Þórhallsson með góðum skalla eftir flotta sendingu af vinstri vængnum. Staðan 3-2 og Þórsarar komnir inn í leikinn á ný. Það var að lokum Guðmundur Óli Steingrímsson sem gerði út um vonir Þórsara. Hann kláraði vel útfærða sókn Völsunga á 2. mínútu í uppbótartíma með góðu skoti. Úrslitin 4-2 fyrir Völsungum.

Maður leiksins: Guðmundur Óli Bergmann Steingrímsson
Áhorfendur: 80

gummi


Athugasemdir

  • Herna

Ingvar Bjrn-Rafnar Orri- Bjarki Breifjr