Umfjllun: ruggur sigur kvennalisins gegn Fjarabygg

Vlsungur sigrai Fjarabygg 3-0 en liin mttust Lengjubikar kvenna gr. Ruth, Rakel la og Berglind Kristjns skoruu mrkin. Stelpurnar spiluu

Umfjllun: ruggur sigur kvennalisins gegn Fjarabygg
rttir - Bjarki Breifjr - Lestrar 733 - Athugasemdir ()

Fjarabygg fri Vlsungi ennan fallega skjld!
Fjarabygg fri Vlsungi ennan fallega skjld!

Völsungur sigraði Fjarðabyggð 3-0 en liðin mættust í Lengjubikar kvenna í gær. Ruth, Rakel Óla og Berglind Kristjáns skoruðu mörkin. Stelpurnar spiluðu vel í leiknum og hefði sigurinn getað orðið mun stærri. 

Byrjunarlið Völsungs: Anna Jónína, Petra Rut, Berglind Héðins(Anna Halldóra ´46), Ásrún Ósk, Brynja Matthildur(Jóney Ósk ´46), Dagbjört, Harpa Ásgeirs (f)(Elma Rún '63), Berglind Kristjáns(Elfa Björk ´77), Rakel Óla(Magnea Ósk ´80), Ruth Ragnars og Þórunn Birna(Helga Björk '46).

Leikurinn byrjaði rólega, stelpur að þreifa fyrir sér en Völsungar með yfirhöndina. Berglind Ósk átti fyrsta færið snemma í leiknum en það endaði í hliðarnetinu. Þórunn Birna átti síðar skot sem góður markmaður Fjarðabyggðar náði að blaka yfir. Rakel Óla slapp síðan í gegn stuttu seinna en skotið var varið. Harpa átti svo góða aukaspyrnu sem markmaður gestanna átti í vandræðum með.

Eftir það voru leikmenn Fjarðabyggðar farnar að vera meira með boltann en sköpuðu sér lítið. Á 30.mínútu áttu þær þó skot í slá eftir horn og annað gott færi úr teignum eftir darraðardans þar. 

Ruth Ragnarsdóttir kom Völsungi í 1-0 á 36.mínútu eftir að hafa fengið laglega sendingu inn fyrir. Kláraði hún þetta eins og listamaður og 1-0 var staðan í hálfleik. 

Völsungur byrjaði seinni hálfleik betur en Berglind Ósk stakk boltanum inn fyrir á Rakel sem náði ekki að klára sitt færi. Berglind Ósk og Rakel voru einmitt að ná vel saman í leiknum og vonandi að það samstarf haldi áfram að dafna.

Á 54.mínútu kom annað markið en þá hafði Rakel Óla leikið á tvo varnarmenn og sent á Berglindi Ósk sem lék á markmanninn og lagði boltann auðveldlega í netið. 2-0 fyrir Völsung.

Stuttu eftir það voru Fjarðabyggð klaufar að minnka ekki muninn í 2-1 en eftir slæm mistök í vörn grænra var sóknarmaður þeirra ein á móti Önnu Jónínu í markinu en slæmt skot hennar fór framhjá. 

Ekki leið langur tími fram að næsta marki en á 61.mínútu sendi Anna Halldóra boltann uppá kant á Berglindi sem setti boltann inn fyrir. Þar voru tveir Völsungar og var það Rakel Óla sem fékk boltann og kláraði færið vel. 3-0 fyrir Völsung!

Eftir það komu ekki fleiri mörk í leikinn en Völsungsstelpur hefðu vel getað bætt við mörkum. Jóney til dæmis átti tvö sláarskot, Helga Björk fékk tvö frábær færi og Ruth hefði getað bætt við marki líka eftir tvö góð færi!

Þetta var góður sigur hjá stelpunum og byrja þær Lengjubikarinn einkar vel þetta árið með tveimur stórum sigrum þar sem þær halda markinu hreinu. Leikmenn Fjarðabyggðar náðu sér eiginlega aldrei á strik í leiknum og var lítil hætta sem stafaði af þeim. Leikurinn var í höndum Völsungs mest allan leikinn og þarf liðið bara að halda áfram að bæta sinn leik í komandi leikjum. 8 skoruð mörk í fyrstu tveimur leikjunum er mjög vel gert og sérstaklega ef litið er til þess að stelpurnar hafa skapað sér urmul færa til viðbótar.

Fyrsti sigur meistaraflokka Völsungs á gervigrasinu og vonandi verða þeir miklu fleiri þar og helst strax í þessum mánuði! ÁFRAM VÖLSUNGUR! Meðfylgjandi myndir tók Már Höskuldsson.


Athugasemdir

  • Herna

Ingvar Bjrn-Rafnar Orri- Bjarki Breifjr